Körfuboltamaðurinn Metta World Peace hefur ákveðið að leika með New York Knicks í NBA-deildinni á næsta tímabili.
Samkvæmt forráðamönnum New York Knicks hefur leikmaðurinn ekki skrifað formlega undir samning við félagið en það hefur nú þegar verið gengið frá öllum atriðum samningsins og aðeins undirskrift Metta World Peace eftir.
„Liðið er magnað sem og leikmenn þess,“ sagði World Peace við fjölmiðla ytra.
„Ég er virkilega spenntur fyrir næsta tímabili og ég mun án efa leika fyrir New York Knicks.“
„Þetta er frágengið,“ sagði Marc Cornstein, umboðsmaður leikmannsins.
„Hann er gríðarlega spenntur að koma aftur í sinn heimabæ og hefur ávallt verið hans draumur.“
Á þeim 14 tímabilum sem leikmaðurinn hefur verið í NBA-deildinni hefur hann skorað að meðaltali 14,1 stig í leik og tekið 4,7 fráköst.
Metta World Peace hefur leikið með Chicago Bulls, Indiana Pacers, Sacramento Kings, Houston Rockets og Los Angeles Lakers á sínum ferli.
Metta World Peace hét áður Ron Artest en lét breyta nafni sínu.
Heimsfriður í New York
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið






Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs
Enski boltinn


Aurier í bann vegna lifrarbólgu
Fótbolti

Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið
Íslenski boltinn
