Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. október 2013 21:17 Fyrirtækin iStore og Buy.is kvörtuðu hvort undan öðru til Neytendastofu. mynd/skjáskot Neytendastofa telur ummæli sem skrifuð voru um iStore á Facebook-síðu Buy.is í nafni fyrirtækisins hafa verið ósanngjörn gagnvart iStore og eiganda hennar. Í kjölfarið taldi Neytendastofa rétt að sekta Buy.is um 150 þúsund krónur. Kvörtun barst frá iStore yfir ummælunum þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum en síðar birtust sambærileg ummæli á Facebook síðunni þar sem því var til viðbótar haldið fram að einokun væri á markaði og að mikil álagning sýndi græðgi stjórnenda. Neytendastofa taldi ummælin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti. Þar sem brotið var endurtekið, þrátt fyrir afsökunarbeiðni, og þegar litið væri til atvika í málinu taldi Neytendastofa rétt að leggja stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir brotin.Ummæli iPhone.is í lagi Friðjón Björgvin Gunnarsson hjá Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, forsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust rekstri Friðjóns. Friðjón taldi að með ummælunum vera brotið gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 47/2012. Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna. Fyrirtækjum er hins vegar ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en þeim eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða þannig að vegið sé að keppinautnum. Neytendastofa taldi ummæli fyrirsvarsmanns iPhone.is ekki vera jafn afdráttarlaus og þau ummæli sem fjallað var um í eldri ákvörðun Neytendastofu. Innihéldu eldri ummælin ásakanir og fullyrðingar um lögbrot Friðjóns. Taldi stofnunin hin nýju ummæli annars eðlis og studd fullnægjandi gögnum sem séu almenn og öllum aðgengileg. Þótti því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna ummælanna og var því ekki um að ræða brot gegn eldri ákvörðun stofnunarinnar. Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Neytendastofa telur ummæli sem skrifuð voru um iStore á Facebook-síðu Buy.is í nafni fyrirtækisins hafa verið ósanngjörn gagnvart iStore og eiganda hennar. Í kjölfarið taldi Neytendastofa rétt að sekta Buy.is um 150 þúsund krónur. Kvörtun barst frá iStore yfir ummælunum þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum en síðar birtust sambærileg ummæli á Facebook síðunni þar sem því var til viðbótar haldið fram að einokun væri á markaði og að mikil álagning sýndi græðgi stjórnenda. Neytendastofa taldi ummælin ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore og hafa þannig áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti. Þar sem brotið var endurtekið, þrátt fyrir afsökunarbeiðni, og þegar litið væri til atvika í málinu taldi Neytendastofa rétt að leggja stjórnvaldssekt á eiganda Buy.is fyrir brotin.Ummæli iPhone.is í lagi Friðjón Björgvin Gunnarsson hjá Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, forsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust rekstri Friðjóns. Friðjón taldi að með ummælunum vera brotið gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 47/2012. Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna. Fyrirtækjum er hins vegar ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en þeim eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða þannig að vegið sé að keppinautnum. Neytendastofa taldi ummæli fyrirsvarsmanns iPhone.is ekki vera jafn afdráttarlaus og þau ummæli sem fjallað var um í eldri ákvörðun Neytendastofu. Innihéldu eldri ummælin ásakanir og fullyrðingar um lögbrot Friðjóns. Taldi stofnunin hin nýju ummæli annars eðlis og studd fullnægjandi gögnum sem séu almenn og öllum aðgengileg. Þótti því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna ummælanna og var því ekki um að ræða brot gegn eldri ákvörðun stofnunarinnar.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira