Kappaksturinn fer fram eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2013 08:39 Sebastian Vettel hugsi á æfingunni í morgun. Nordicphotos/Getty Hæstiréttur á Indlandi hefur frestað fyrirtöku í máli sem setti Formúlu 1 kappaksturinn um helgina í hættu. Skipuleggjendur kappakstursins eru sakaðir um að hafa ekki talið heiðarlega fram til skatts á síðasta ári. Var farið fram á það við Hæstarétt þar í landi að kappakstrinum í ár yrði frestað fyrir vikið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að taka málið ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Fyrir vikið fer kappaksturinn fram á sunnudaginn. Ljóst er að ekki verður keppt í Indlandi á næsta keppnistímabili. Skipuleggjendur vonast þó til að komast aftur á kortið árið 2015. Fyrsta æfingin fyrir kappaksturinn fór fram í morgun. Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur og liðsfélagi hans Mark Webber annar. Niko Rosberg á Mercedes var þriðji en Fernando Alonso lenti í vandræðum með gírskiptingu og náði aðeins tólfta besta tíma. Tímatakan fer fram í fyrramálið og hefst klukkan 8:30. Kappaksturinn hefst svo klukkan 9 á sunnudagsmorgun. Allt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hæstiréttur á Indlandi hefur frestað fyrirtöku í máli sem setti Formúlu 1 kappaksturinn um helgina í hættu. Skipuleggjendur kappakstursins eru sakaðir um að hafa ekki talið heiðarlega fram til skatts á síðasta ári. Var farið fram á það við Hæstarétt þar í landi að kappakstrinum í ár yrði frestað fyrir vikið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að taka málið ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Fyrir vikið fer kappaksturinn fram á sunnudaginn. Ljóst er að ekki verður keppt í Indlandi á næsta keppnistímabili. Skipuleggjendur vonast þó til að komast aftur á kortið árið 2015. Fyrsta æfingin fyrir kappaksturinn fór fram í morgun. Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur og liðsfélagi hans Mark Webber annar. Niko Rosberg á Mercedes var þriðji en Fernando Alonso lenti í vandræðum með gírskiptingu og náði aðeins tólfta besta tíma. Tímatakan fer fram í fyrramálið og hefst klukkan 8:30. Kappaksturinn hefst svo klukkan 9 á sunnudagsmorgun. Allt í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira