Var röng ákvörðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2013 07:00 fagnað Hanna G. Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Stjörnunnar. Í bakgrunni er þjálfarinn Skúli Gunnsteinsson.fréttablaðið/vilhelm Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinnar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentina Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tímabil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meisturum Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið ákveðið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokkunum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennaboltinn hafa staðið víða í stað en undanfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmism eð 40 prósenta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönnum og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinssonar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem að Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í lokaúrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15. Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinnar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentina Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tímabil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meisturum Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið ákveðið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokkunum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennaboltinn hafa staðið víða í stað en undanfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmism eð 40 prósenta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönnum og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinssonar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem að Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í lokaúrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira