Var röng ákvörðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2013 07:00 fagnað Hanna G. Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Stjörnunnar. Í bakgrunni er þjálfarinn Skúli Gunnsteinsson.fréttablaðið/vilhelm Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinnar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentina Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tímabil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meisturum Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið ákveðið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokkunum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennaboltinn hafa staðið víða í stað en undanfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmism eð 40 prósenta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönnum og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinssonar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem að Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í lokaúrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15. Olís-deild kvenna Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinnar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentina Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tímabil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meisturum Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið ákveðið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokkunum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennaboltinn hafa staðið víða í stað en undanfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmism eð 40 prósenta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönnum og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinssonar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem að Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í lokaúrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15.
Olís-deild kvenna Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn