Gaf bókasafninu brúðargjafir sínar Freyr Bjarnason skrifar 21. október 2013 07:00 Edyta Angieszka Janikula færði Bókasafni Hafnarfjarðar átta hundruð bækur að gjöf. fréttablaðið/valli Edyta Angieszka Janikula, 27 ára Pólverji sem hefur búið á Íslandi í sjö ár, færði Bókasafni Hafnarfjarðar um átta hundruð bækur að gjöf fyrir skömmu. Bækurnar fékk hún flestar í brúðkaupsgjöf er hún gifti sig í heimabæ sínum í Póllandi í sumar. Einnig gaf hún bókasafninu eitthvað af pólskri tónlist Edyta fékk starf á bókasafninu í apríl síðastliðnum í gegnum svokallaðan liðsstyrk, sem er atvinnuátak á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Síðasti dagur hennar í starfinu var á föstudaginn en áður en hún fékk vinnuna á bókasafninu hafði hún starfað við ræstingar, meðal annars í utanríkisráðuneytinu. „Ég bað fólk um að gefa mér ekki blóm eða eitthvað slíkt heldur bara bækur. Ég keypti líka bækur og náði í bækur heim til mín,“ segir Edyta, spurð út í þessa óvenjulegu bókagjöf. „Mig langar að hafa fleiri pólskar bækur í boði á bókasafninu og ég elska þennan vinnustað.“ Um viðbrögð starfsfólks bókasafnsins við bókagjöfinni segir Edyta: „Það var rosalega ánægt. Það vildi borga mér fyrir þær en ég vildi engan pening.“ En hvað með eiginmann þinn, var hann sáttur við að fá enga brúðkaupsgjöf? „Nei,“ segir hún og hlær. „Ég gaf honum köfunargræjur. Það var brúðkaupsgjöfin mín til hans, svo að hann fengi einhverja gjöf.“ Edyta hefur einnig lesið upp úr pólskum bókum fyrir börn á bókasafninu á laugardögum klukkan 13 og síðast komu fjórtán krakkar og hlýddu á lesturinn. Hún kveðst ætla að halda því áfram, enda enginn annar staður, að því er hún best veit, sem býður upp á slíka þjónustu. Hún átti fund með sendiherra Póllands á Íslandi á föstudaginn. Þar fékk hún 45 bækur og sex hljóðbækur að gjöf sem hún fór með á Bókasafn Hafnarfjarðar. „Sendiráðið vill halda áfram samstarfi við mig. Sendiherrann var ánægður og sagði að það vantaði fleira fólk eins og mig,“ segir Edyta, spurð hvernig fundurinn hefði gengið. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Edyta Angieszka Janikula, 27 ára Pólverji sem hefur búið á Íslandi í sjö ár, færði Bókasafni Hafnarfjarðar um átta hundruð bækur að gjöf fyrir skömmu. Bækurnar fékk hún flestar í brúðkaupsgjöf er hún gifti sig í heimabæ sínum í Póllandi í sumar. Einnig gaf hún bókasafninu eitthvað af pólskri tónlist Edyta fékk starf á bókasafninu í apríl síðastliðnum í gegnum svokallaðan liðsstyrk, sem er atvinnuátak á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Síðasti dagur hennar í starfinu var á föstudaginn en áður en hún fékk vinnuna á bókasafninu hafði hún starfað við ræstingar, meðal annars í utanríkisráðuneytinu. „Ég bað fólk um að gefa mér ekki blóm eða eitthvað slíkt heldur bara bækur. Ég keypti líka bækur og náði í bækur heim til mín,“ segir Edyta, spurð út í þessa óvenjulegu bókagjöf. „Mig langar að hafa fleiri pólskar bækur í boði á bókasafninu og ég elska þennan vinnustað.“ Um viðbrögð starfsfólks bókasafnsins við bókagjöfinni segir Edyta: „Það var rosalega ánægt. Það vildi borga mér fyrir þær en ég vildi engan pening.“ En hvað með eiginmann þinn, var hann sáttur við að fá enga brúðkaupsgjöf? „Nei,“ segir hún og hlær. „Ég gaf honum köfunargræjur. Það var brúðkaupsgjöfin mín til hans, svo að hann fengi einhverja gjöf.“ Edyta hefur einnig lesið upp úr pólskum bókum fyrir börn á bókasafninu á laugardögum klukkan 13 og síðast komu fjórtán krakkar og hlýddu á lesturinn. Hún kveðst ætla að halda því áfram, enda enginn annar staður, að því er hún best veit, sem býður upp á slíka þjónustu. Hún átti fund með sendiherra Póllands á Íslandi á föstudaginn. Þar fékk hún 45 bækur og sex hljóðbækur að gjöf sem hún fór með á Bókasafn Hafnarfjarðar. „Sendiráðið vill halda áfram samstarfi við mig. Sendiherrann var ánægður og sagði að það vantaði fleira fólk eins og mig,“ segir Edyta, spurð hvernig fundurinn hefði gengið.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira