Lífið

Friðrik færir fólki fálkaorður

Friðrik Ómar og listamennirnir með Freddie-orðuna
Friðrik Ómar og listamennirnir með Freddie-orðuna Mynd/Örlygur Smári
Lokaheiðurstónleikar Freddy Mercury, sem er ein aðsóknarmesta tónleikaröð síðari ára hér á landi, fóru fram á laugardagskvöldið í Háskólabíó. Rigg efh, sem er í eigu Friðriks Ómars Hjörleifssonar, stóð fyrir tónleikunum en yfir 40.000 manns hafa sótt tónleikana.

Eftir lokatónleikana var mikill fögnuður en Friðrik Ómar þakkaði samstarfsfólki sínu meðal annars fyrir með því að veita því fálkaorður, sem hann lét hanna sérstaklega fyrir sig. Allir voru himinlifandi með þennan virðulega grip sem fékk nafnið Freddie-orðan.

Næst á dagskrá hjá Rigg ehf. eru tvennir Bee Gees-heiðurstónleikar í Hofi á Akureyri um næstu helgi en miðasala fer fram á midi.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.