NBA: Áttundi sigur San Antonio í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2013 11:00 Tony Parker Mynd/NordicPhotos/Getty San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.Tony Parker skoraði 31 stig og Manu Ginobili var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-99 heimasigur á Phoenix Suns. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án þeirra Tim Duncan og þjálfarans Gregg Popovich en það hefur ekki hægt á sigurgöngunni sem telur nú átta leiki. Michael Beasley skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Jared Dudley var með 23 stig í fyrsta tapleik liðsins síðan að Lindsey Hunter tók við.Frakkinn Nicolas Batum var með þrennu (20 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar) þegar Portland Trail Blazers vann 101-100 heimasigur á Los Angeles Clippers sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chis Paul missti af þriðja leiknum í röð hjá Clippers. Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 24 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Jrue Holiday skoraði 35 stig þegar Philadelphia 76ers vann 97-80 sigur á New York Knicks en þetta var aðeins annar sigur 76ers á Knicks í síðustu átta leikjum. Nick Young og Evan Turner voru báðir með 20 stig fyrir Philadelphia-liðið en hjá New York skoraði Carmelo Anthony 25 stig. Anthony skoraði yfir 20 stig í 28. leiknum í röð en þurfti 28 skot til að ná stigunum 25. Amare Stoudemire var með 20 stig en þeir Jason Kidd, Iman Shumpert og J.R. Smith klikkuðu saman öllum 17 skotum sínum í leiknum.James Harden var með 29 stig og Chandler Parsons bætti við 16 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets 119-106. Omer Asik var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Houston og Jeremy Lin var með 14 stig og 9 stoðsedingar en hjá Brooklyn Nets skoraði Deron Williams 27 stig þar af 20 þeirra í fyrsta leikhluta.Gerald Henderson tryggði Charlotte Bobcats 102-101 sigur á Minnesota Timberwolves þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir en með því endaði Bobcats-liðið sextán leikja taphrinu á heimavelli. Kemba Walker skoraði 25 stig og Ramon Sessions var með 23 stig en Charlotte var ekki búið að vinna heimaleik síðan 21.nóvember. Luke Ridnour var með 22 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Minnesota sem tapaði í níunda sinn í tíu leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 98-99 Philadelphia 76Ers - New York Knicks 97-80 Washington Wizards - Chicago Bulls 86-73 Charlotte Bobcats - Minnesota Timberwolves 102-101 Houston Rockets - Brooklyn Nets 119-106 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 109-102 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 108-99 Denver Nuggets - Sacramento Kings 121-93 Utah Jazz - Indiana Pacers 114-110 (framlengt) Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 101-100 NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.Tony Parker skoraði 31 stig og Manu Ginobili var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-99 heimasigur á Phoenix Suns. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án þeirra Tim Duncan og þjálfarans Gregg Popovich en það hefur ekki hægt á sigurgöngunni sem telur nú átta leiki. Michael Beasley skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Jared Dudley var með 23 stig í fyrsta tapleik liðsins síðan að Lindsey Hunter tók við.Frakkinn Nicolas Batum var með þrennu (20 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar) þegar Portland Trail Blazers vann 101-100 heimasigur á Los Angeles Clippers sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chis Paul missti af þriðja leiknum í röð hjá Clippers. Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 24 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Jrue Holiday skoraði 35 stig þegar Philadelphia 76ers vann 97-80 sigur á New York Knicks en þetta var aðeins annar sigur 76ers á Knicks í síðustu átta leikjum. Nick Young og Evan Turner voru báðir með 20 stig fyrir Philadelphia-liðið en hjá New York skoraði Carmelo Anthony 25 stig. Anthony skoraði yfir 20 stig í 28. leiknum í röð en þurfti 28 skot til að ná stigunum 25. Amare Stoudemire var með 20 stig en þeir Jason Kidd, Iman Shumpert og J.R. Smith klikkuðu saman öllum 17 skotum sínum í leiknum.James Harden var með 29 stig og Chandler Parsons bætti við 16 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets 119-106. Omer Asik var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Houston og Jeremy Lin var með 14 stig og 9 stoðsedingar en hjá Brooklyn Nets skoraði Deron Williams 27 stig þar af 20 þeirra í fyrsta leikhluta.Gerald Henderson tryggði Charlotte Bobcats 102-101 sigur á Minnesota Timberwolves þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir en með því endaði Bobcats-liðið sextán leikja taphrinu á heimavelli. Kemba Walker skoraði 25 stig og Ramon Sessions var með 23 stig en Charlotte var ekki búið að vinna heimaleik síðan 21.nóvember. Luke Ridnour var með 22 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Minnesota sem tapaði í níunda sinn í tíu leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 98-99 Philadelphia 76Ers - New York Knicks 97-80 Washington Wizards - Chicago Bulls 86-73 Charlotte Bobcats - Minnesota Timberwolves 102-101 Houston Rockets - Brooklyn Nets 119-106 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 109-102 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 108-99 Denver Nuggets - Sacramento Kings 121-93 Utah Jazz - Indiana Pacers 114-110 (framlengt) Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 101-100
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira