Dwyane Wade hefur upplýst að hann var í meiri vandræðum með hnéð á sér í úrslitarimmunni gegn San Antonio en menn héldu.
Hann var til að mynda mjög tæpur að geta spilað í oddaleiknum. Það þurfti að tappa vökva af hnénu degi fyrir leik og hann var í sjúkraþjálfun í átta klukkutíma fyrir leik.
"Ég gekk í gegnum ansi mikið en þessu er sem betur fer lokið," sagði Wade sem var að vinna sinn þriðja titil.
Hann er með miklar bólgur í hnénu sem erfitt er að vinna á og þarf hugsanlega að fara í aðgerð.
