Skýrt brot á vanhæfisreglum Hjörtur Hjartarson skrifar 23. september 2013 18:59 Sjúkratryggingar Íslands segja það ekki óeðlilegt að læknir, sem fenginn var til álitsgerðar um hugsanleg mistök innan Landspítalans, starfi náið með þeim sem til umfjöllunar er. Svona vinnubrögð draga úr trausti fólks á stjórnsýslunni og er að auki skýrt brot á vanhæfisreglum, segir lögmaður. Heiður Óttarsdóttir missti eiginmann sinn, Pál Valdimar Kolka úr krabbameini fyrir rúmum tveimur árum. Grunur vaknaði hjá þeim báðum á meðan meðferðinni stóð að betur hefði mátt að henni standa. Eftir andlát Páls óskaði Heiður eftir gögnum frá Landspítalanum sem tengdust eiginmanni sínum en svörin sem hún fékk komu á óvart. "Landspítalinn segir nei, veistu þessi maður er látinn og hann er ekki búinn að biðja um gögnin sjálfur. Þú segir, heyrðu hann er nú látinn. En færð svar um að ekki sjáist skýr vilji frá honum um að þú fáir þessi gögn," segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Heiðar.Heiður Óttarsdóttir hefur víða komið að lokuðum dyrum í kerfinuÁ endanum lét Landspítalinn gögnin af hendi eftir að Heiður sýndi að eiginmaður hennar hafði kært til Sjúkratrygginga Íslands þremur mánuðum áður en hann dó. Með gögnin frá Landspítalunum í sínum fórum, var málinu beint til Sjúkratrygginga Íslands. Katrín og Heiður óskuðu ítrekað eftir því að utanaðkomandi sérfræðingur yrði fenginn til álitsgjafar í málinu. "Svo loksins finnst álitsgjafi í málinu og það vill nú ekki betur til en svo að sá maður er að vinna á Landspítalanum, ekki bara þar, heldur á sömu deild og læknirinn sem við erum að biðja um endurskoðun á, svo er hann að vinna á sömu skrifstofu og kom sjálfur eitthvað að meðferðinni. Þegar svona vinnubrögð eru viðhöfð er ólíklegt að borgarar treysti niðurstöðunni," segir Katrín. Sjálfur benti umræddur álitsgjafi á hugsanlegt vanhæfi sitt án viðbragða frá SÍ. Á endanum skilaði hann áliti sínu þar sem engar athugasemdir voru gerðar við vinnubrögð meðferðarlæknis Páls. Sá úrskurður hefur verið kærður til úrskurðanefndar almannatrygginga.Katrín segir að mál Heiðars og Páls sýni skýrt að brotalöm sé í stjórnsýslukerfinu sem vinni beinlínis gegn þeim sem það á að þjóna. Því fer fjarri að allir sýni sömu baráttu og þolinmæði og Heiður, flestir gefist upp á endanum. "Hún fær þetta heldur ekki allt í einu heldur kemst hún að því að þarna er einhver skýrsla og biður þá um hana og þá kemur hún. Svona er þetta soldið búið að vera, því miður." Reiknað má með að úrskurður frá Almannatryggingum liggi ekki fyrir fyrr en eftir nokkra mánuði. "Það á enginn að þurfa að þola það að velkjast svona um í kerfinu endalaust lengi í sinni sorg að reyna bara að fá svör, " segir Katrín. Hjá Sjúkratryggingum Íslands fengust þær upplýsingar oftast væri reynt að fá utanaðkomandi aðila til að fjalla um þær kvartanir sem stofnuninni berast. Í máli Páls Kolka var það hinsvegar ekki talið nauðsynlegt. Ítrekaðar athugasemdir um hugsanlegt vanhæfi læknisins sem tók málið til umfjöllunar voru ekki teknar til greina. Sjúkratryggingar Íslands segjast standa við það verklag sem viðhaft var í þessu máli en vildu að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands segja það ekki óeðlilegt að læknir, sem fenginn var til álitsgerðar um hugsanleg mistök innan Landspítalans, starfi náið með þeim sem til umfjöllunar er. Svona vinnubrögð draga úr trausti fólks á stjórnsýslunni og er að auki skýrt brot á vanhæfisreglum, segir lögmaður. Heiður Óttarsdóttir missti eiginmann sinn, Pál Valdimar Kolka úr krabbameini fyrir rúmum tveimur árum. Grunur vaknaði hjá þeim báðum á meðan meðferðinni stóð að betur hefði mátt að henni standa. Eftir andlát Páls óskaði Heiður eftir gögnum frá Landspítalanum sem tengdust eiginmanni sínum en svörin sem hún fékk komu á óvart. "Landspítalinn segir nei, veistu þessi maður er látinn og hann er ekki búinn að biðja um gögnin sjálfur. Þú segir, heyrðu hann er nú látinn. En færð svar um að ekki sjáist skýr vilji frá honum um að þú fáir þessi gögn," segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Heiðar.Heiður Óttarsdóttir hefur víða komið að lokuðum dyrum í kerfinuÁ endanum lét Landspítalinn gögnin af hendi eftir að Heiður sýndi að eiginmaður hennar hafði kært til Sjúkratrygginga Íslands þremur mánuðum áður en hann dó. Með gögnin frá Landspítalunum í sínum fórum, var málinu beint til Sjúkratrygginga Íslands. Katrín og Heiður óskuðu ítrekað eftir því að utanaðkomandi sérfræðingur yrði fenginn til álitsgjafar í málinu. "Svo loksins finnst álitsgjafi í málinu og það vill nú ekki betur til en svo að sá maður er að vinna á Landspítalanum, ekki bara þar, heldur á sömu deild og læknirinn sem við erum að biðja um endurskoðun á, svo er hann að vinna á sömu skrifstofu og kom sjálfur eitthvað að meðferðinni. Þegar svona vinnubrögð eru viðhöfð er ólíklegt að borgarar treysti niðurstöðunni," segir Katrín. Sjálfur benti umræddur álitsgjafi á hugsanlegt vanhæfi sitt án viðbragða frá SÍ. Á endanum skilaði hann áliti sínu þar sem engar athugasemdir voru gerðar við vinnubrögð meðferðarlæknis Páls. Sá úrskurður hefur verið kærður til úrskurðanefndar almannatrygginga.Katrín segir að mál Heiðars og Páls sýni skýrt að brotalöm sé í stjórnsýslukerfinu sem vinni beinlínis gegn þeim sem það á að þjóna. Því fer fjarri að allir sýni sömu baráttu og þolinmæði og Heiður, flestir gefist upp á endanum. "Hún fær þetta heldur ekki allt í einu heldur kemst hún að því að þarna er einhver skýrsla og biður þá um hana og þá kemur hún. Svona er þetta soldið búið að vera, því miður." Reiknað má með að úrskurður frá Almannatryggingum liggi ekki fyrir fyrr en eftir nokkra mánuði. "Það á enginn að þurfa að þola það að velkjast svona um í kerfinu endalaust lengi í sinni sorg að reyna bara að fá svör, " segir Katrín. Hjá Sjúkratryggingum Íslands fengust þær upplýsingar oftast væri reynt að fá utanaðkomandi aðila til að fjalla um þær kvartanir sem stofnuninni berast. Í máli Páls Kolka var það hinsvegar ekki talið nauðsynlegt. Ítrekaðar athugasemdir um hugsanlegt vanhæfi læknisins sem tók málið til umfjöllunar voru ekki teknar til greina. Sjúkratryggingar Íslands segjast standa við það verklag sem viðhaft var í þessu máli en vildu að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira