Höfðun dómsmáls frestar ekki framkvæmdum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2013 16:43 Hraunavinir eru meðal þeirra sem vilja stöðva framkvæmdir við Gálgahraun og hafa síðustu daga staðið fyrir mótmælum á vinnusvæðinu. Mynd/GVA „Ef fallist yrði á að stöðva framkvæmdir myndi það í fyrsta lagi hafa í för með sér að Vegagerðin yrði að greiða skaðabætur. Jafnframt væri um leið verið að fallast á það að hægt væri að stöðva allar framkvæmdir á meðan á dómsmálum stendur, standi hugur manna til þess.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem útskýrt er af hverju ekki sé gerlegt að bíða niðurstöðu dómstóla í málum er varða Álftanesveginn og Gálgahraun. Sagt er í tilkynningu að flest hafi verið kært sem hægt er að kæra og ítrekað verið reynt á gildi umhverfismats og framkvæmdaleyfis. Höfðuð hafa verið tvö dómsmál sem eru í gangi og margi telji eðlilegt að Vegagerðin stöðvi framkvæmdir á meðan og bíði niðurstöðu málanna. Einnig er bent á að Vegagerðin gæti þurft að borga skaðabætur enda búið að bjóða verkið út, opna tilboð og skrifa undir verksamning við verktaka. Jafnframt að ekki sé hægt að stöðva allar framkvæmdir á meðan á dómsmálum stendur. „Ef að loknum núverandi dómsmálum yrði kært á þeirri forsendu að vegurinn væri of nálægt byggðinni, ætti þá aftur að stöðva framkvæmdir? Hvar gæti það endað? Fleiri gætu haft ýmislegt annað við framkvæmdina að athuga, svo sem eins og gengur og gerist, og því væri endalaust hægt að höfða dómsmál til að stöðva framkvæmdir," segir í tilkynningu. Vegagerðin bendir á að málið um lögmæti framkvæmdanna gæti tekið mjög langan tíma því jafnvel þótt umhverfismatið og/eða framkvæmdaleyfið yrði fellt úr gildi þýddi það einungis að fara þyrfti aftur í mat á umhverfisáhrifum og ekki við öðru að búast en að niðurstaða þess yrði sú sama og fyrri mata. Sú leið myndi því einungis tefja framkvæmdina, en ekki koma í veg fyrir hana. Að lokum segir í tilkynningunni að meginregla íslensk réttarfars sé að höfðun dómsmáls fresti ekki framkvæmdum. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira
„Ef fallist yrði á að stöðva framkvæmdir myndi það í fyrsta lagi hafa í för með sér að Vegagerðin yrði að greiða skaðabætur. Jafnframt væri um leið verið að fallast á það að hægt væri að stöðva allar framkvæmdir á meðan á dómsmálum stendur, standi hugur manna til þess.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem útskýrt er af hverju ekki sé gerlegt að bíða niðurstöðu dómstóla í málum er varða Álftanesveginn og Gálgahraun. Sagt er í tilkynningu að flest hafi verið kært sem hægt er að kæra og ítrekað verið reynt á gildi umhverfismats og framkvæmdaleyfis. Höfðuð hafa verið tvö dómsmál sem eru í gangi og margi telji eðlilegt að Vegagerðin stöðvi framkvæmdir á meðan og bíði niðurstöðu málanna. Einnig er bent á að Vegagerðin gæti þurft að borga skaðabætur enda búið að bjóða verkið út, opna tilboð og skrifa undir verksamning við verktaka. Jafnframt að ekki sé hægt að stöðva allar framkvæmdir á meðan á dómsmálum stendur. „Ef að loknum núverandi dómsmálum yrði kært á þeirri forsendu að vegurinn væri of nálægt byggðinni, ætti þá aftur að stöðva framkvæmdir? Hvar gæti það endað? Fleiri gætu haft ýmislegt annað við framkvæmdina að athuga, svo sem eins og gengur og gerist, og því væri endalaust hægt að höfða dómsmál til að stöðva framkvæmdir," segir í tilkynningu. Vegagerðin bendir á að málið um lögmæti framkvæmdanna gæti tekið mjög langan tíma því jafnvel þótt umhverfismatið og/eða framkvæmdaleyfið yrði fellt úr gildi þýddi það einungis að fara þyrfti aftur í mat á umhverfisáhrifum og ekki við öðru að búast en að niðurstaða þess yrði sú sama og fyrri mata. Sú leið myndi því einungis tefja framkvæmdina, en ekki koma í veg fyrir hana. Að lokum segir í tilkynningunni að meginregla íslensk réttarfars sé að höfðun dómsmáls fresti ekki framkvæmdum.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Sjá meira