Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið fær ekki styrk til umbótaverkefna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Fjármálaeftirlitið fær tæpar 1.700 milljónir króna samkvæmt fjáraukalögunum.
Fjármálaeftirlitið fær tæpar 1.700 milljónir króna samkvæmt fjáraukalögunum.
Fjárheimild til Fjármálaeftirlitsins upp á 122,2 milljónir króna fellur niður samkvæmt frumvarpi að fjáraukalögum sem dreift var í gær. Fjárheimildin hafði verið vegna umbótaverkefna hjá embættinu. VB greinir frá þessu.

Við afgreiðslu fjárlaganna hafði verið gert ráð fyrir að á móti þessari fjárheimild kæmi jafn hár styrkur frá Evrópusambandinu af IPA landsáætlun 2013.

Þegar hlé var gert á aðilarviðræðum við Evrópusambandið tilkynnti framkvæmdastjórn sambandsins að IPA-styrkir yrðu eingöngu veittir til verkefna þar sem samningar hefðu þegar verið undirritaðir. Ekki hafði verið ritað undir samning um þetta verkefni og því verður ekki af þeim framlögum sem áætluð voru við afgreiðslu gildandi fjárlaga.

Fjármálaeftirlitið fær tæpar 1.700 milljónir króna samkvæmt fjáraukalögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×