Órói á mörkuðum vegna boðaðra skuldaleiðréttinga Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 15:50 Jón Bjarki Bentsson. Mynd/samsett Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Borið hefur á miklum sveiflum síðustu daga en velta á skuldabréfamarkaði en samkvæmt tölum frá Kauphöllinni hefur veltan í dag verið 20 milljarðar þegar þessi orð eru rituð. Í gær var skuldabréfaveltan 14,5 milljarðar, á mánudaginn var hún 21,9 milljarður og síðastliðinn föstudag var hún 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréfum yfir árið 2013 er mun minni eða 7,2 milljarðar til og með gærdeginum og því hafa síðustu dagar verið mjög svo óeðlilegir. „Það virðist vera nokkuð mikill uggur í fjárfestum útaf þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikil hreyfing á veltu og ávöxtunarkrafan hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þessum tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint. Fjárfestar virðist einnig hafa áhyggjur af því hvort pakkinn eigi eftir að auka verðbólgu og þá leiða til hærri stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ Jón Bjarki segir það koma fram í fjáraukalögunum að líkur séu á meira framboði á ríkisskuldabréfum núna á næstunni heldur en sumir voru að búast við. Verðbólgutölur hafi síðan verið ívið lakari í morgun heldur en vænst var. „Þetta leggst allt á sömu hliðina það er áhyggjur af skuldatillögunum, væntingar um hærri verðbólgu og meira framboð af ríkispappírum. Kveikjan af þessum áhyggjum virðist vera aðdragandi tilkynningar um skuldaleiðréttingapakkann. Það verður líka að hafa í huga að áður en þessar hreyfingar fóru í gang hafði markaðurinn verið ansi rólegur og krafan á umræddum bréfum hafði lækkað talsvert.“ Jón Bjarki vill ekki taka svo sterkt til orða að verið sé að selja bréf óeðlilega mikið í dag fyrir skuldaleiðréttingatilkynningu sérfræðihópsins. „Þetta er nú þriðji dagurinn sem við sjáum svona hreyfingu. Það er vissulega skjálfti á markaðnum og greinilega áhyggjur víða í samfélaginu.“En hvað gæti tekið við þegar sérfræðihópurinn hefur skilað af sér sinni tillögu? „Það fer algjörlega eftir því hvers eðlis hún verður. Ef þessi pakki stjórnvalda verður alveg í samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt að þetta yrði ekki fjármagnað af hálfu ríkissjóðs eða Seðlabankans hvorki beint né óbeint og að áhrifin yrðu nokkuð hófleg og það yrðu einhverskonar mótvægisaðgerðir til þess að þetta auki ekki verðbólguþrýsting, þá mætti alveg búast við að ríkisskuldabréf yrðu frekar keypt og að krafan myndi lækka. Hinsvegar ef ótti margra verður staðfestur, að verulegar fjárhæðir lendi óbeint á herðum ríkissjóðs og engar trúverðugar mótvægisaðgerðir verði til að draga úr þensluáhrifunum, þá er ómögulegt að segja til hvað gæti gerst.“ Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Borið hefur á miklum sveiflum síðustu daga en velta á skuldabréfamarkaði en samkvæmt tölum frá Kauphöllinni hefur veltan í dag verið 20 milljarðar þegar þessi orð eru rituð. Í gær var skuldabréfaveltan 14,5 milljarðar, á mánudaginn var hún 21,9 milljarður og síðastliðinn föstudag var hún 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréfum yfir árið 2013 er mun minni eða 7,2 milljarðar til og með gærdeginum og því hafa síðustu dagar verið mjög svo óeðlilegir. „Það virðist vera nokkuð mikill uggur í fjárfestum útaf þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikil hreyfing á veltu og ávöxtunarkrafan hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þessum tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint. Fjárfestar virðist einnig hafa áhyggjur af því hvort pakkinn eigi eftir að auka verðbólgu og þá leiða til hærri stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ Jón Bjarki segir það koma fram í fjáraukalögunum að líkur séu á meira framboði á ríkisskuldabréfum núna á næstunni heldur en sumir voru að búast við. Verðbólgutölur hafi síðan verið ívið lakari í morgun heldur en vænst var. „Þetta leggst allt á sömu hliðina það er áhyggjur af skuldatillögunum, væntingar um hærri verðbólgu og meira framboð af ríkispappírum. Kveikjan af þessum áhyggjum virðist vera aðdragandi tilkynningar um skuldaleiðréttingapakkann. Það verður líka að hafa í huga að áður en þessar hreyfingar fóru í gang hafði markaðurinn verið ansi rólegur og krafan á umræddum bréfum hafði lækkað talsvert.“ Jón Bjarki vill ekki taka svo sterkt til orða að verið sé að selja bréf óeðlilega mikið í dag fyrir skuldaleiðréttingatilkynningu sérfræðihópsins. „Þetta er nú þriðji dagurinn sem við sjáum svona hreyfingu. Það er vissulega skjálfti á markaðnum og greinilega áhyggjur víða í samfélaginu.“En hvað gæti tekið við þegar sérfræðihópurinn hefur skilað af sér sinni tillögu? „Það fer algjörlega eftir því hvers eðlis hún verður. Ef þessi pakki stjórnvalda verður alveg í samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt að þetta yrði ekki fjármagnað af hálfu ríkissjóðs eða Seðlabankans hvorki beint né óbeint og að áhrifin yrðu nokkuð hófleg og það yrðu einhverskonar mótvægisaðgerðir til þess að þetta auki ekki verðbólguþrýsting, þá mætti alveg búast við að ríkisskuldabréf yrðu frekar keypt og að krafan myndi lækka. Hinsvegar ef ótti margra verður staðfestur, að verulegar fjárhæðir lendi óbeint á herðum ríkissjóðs og engar trúverðugar mótvægisaðgerðir verði til að draga úr þensluáhrifunum, þá er ómögulegt að segja til hvað gæti gerst.“
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira