Órói á mörkuðum vegna boðaðra skuldaleiðréttinga Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2013 15:50 Jón Bjarki Bentsson. Mynd/samsett Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Borið hefur á miklum sveiflum síðustu daga en velta á skuldabréfamarkaði en samkvæmt tölum frá Kauphöllinni hefur veltan í dag verið 20 milljarðar þegar þessi orð eru rituð. Í gær var skuldabréfaveltan 14,5 milljarðar, á mánudaginn var hún 21,9 milljarður og síðastliðinn föstudag var hún 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréfum yfir árið 2013 er mun minni eða 7,2 milljarðar til og með gærdeginum og því hafa síðustu dagar verið mjög svo óeðlilegir. „Það virðist vera nokkuð mikill uggur í fjárfestum útaf þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikil hreyfing á veltu og ávöxtunarkrafan hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þessum tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint. Fjárfestar virðist einnig hafa áhyggjur af því hvort pakkinn eigi eftir að auka verðbólgu og þá leiða til hærri stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ Jón Bjarki segir það koma fram í fjáraukalögunum að líkur séu á meira framboði á ríkisskuldabréfum núna á næstunni heldur en sumir voru að búast við. Verðbólgutölur hafi síðan verið ívið lakari í morgun heldur en vænst var. „Þetta leggst allt á sömu hliðina það er áhyggjur af skuldatillögunum, væntingar um hærri verðbólgu og meira framboð af ríkispappírum. Kveikjan af þessum áhyggjum virðist vera aðdragandi tilkynningar um skuldaleiðréttingapakkann. Það verður líka að hafa í huga að áður en þessar hreyfingar fóru í gang hafði markaðurinn verið ansi rólegur og krafan á umræddum bréfum hafði lækkað talsvert.“ Jón Bjarki vill ekki taka svo sterkt til orða að verið sé að selja bréf óeðlilega mikið í dag fyrir skuldaleiðréttingatilkynningu sérfræðihópsins. „Þetta er nú þriðji dagurinn sem við sjáum svona hreyfingu. Það er vissulega skjálfti á markaðnum og greinilega áhyggjur víða í samfélaginu.“En hvað gæti tekið við þegar sérfræðihópurinn hefur skilað af sér sinni tillögu? „Það fer algjörlega eftir því hvers eðlis hún verður. Ef þessi pakki stjórnvalda verður alveg í samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt að þetta yrði ekki fjármagnað af hálfu ríkissjóðs eða Seðlabankans hvorki beint né óbeint og að áhrifin yrðu nokkuð hófleg og það yrðu einhverskonar mótvægisaðgerðir til þess að þetta auki ekki verðbólguþrýsting, þá mætti alveg búast við að ríkisskuldabréf yrðu frekar keypt og að krafan myndi lækka. Hinsvegar ef ótti margra verður staðfestur, að verulegar fjárhæðir lendi óbeint á herðum ríkissjóðs og engar trúverðugar mótvægisaðgerðir verði til að draga úr þensluáhrifunum, þá er ómögulegt að segja til hvað gæti gerst.“ Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána. Borið hefur á miklum sveiflum síðustu daga en velta á skuldabréfamarkaði en samkvæmt tölum frá Kauphöllinni hefur veltan í dag verið 20 milljarðar þegar þessi orð eru rituð. Í gær var skuldabréfaveltan 14,5 milljarðar, á mánudaginn var hún 21,9 milljarður og síðastliðinn föstudag var hún 15,6 milljarðar. Meðaldagsvelta á skuldabréfum yfir árið 2013 er mun minni eða 7,2 milljarðar til og með gærdeginum og því hafa síðustu dagar verið mjög svo óeðlilegir. „Það virðist vera nokkuð mikill uggur í fjárfestum útaf þeirri tilkynningu sem í vændum er frá sérfræðihópnum og heyrum við töluvert talað um það,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka, í samtali við Vísi. „Það hefur verið mikil hreyfing á veltu og ávöxtunarkrafan hækkað mikið. Menn virðast hafa töluverðar áhyggjur af þessum tillögupakka og hvort hann eigi eftir að auka skuldsetningu ríkisins, beint eða óbeint. Fjárfestar virðist einnig hafa áhyggjur af því hvort pakkinn eigi eftir að auka verðbólgu og þá leiða til hærri stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Vissulega eru skoðanir skiptar en maður heyrir áhyggjuraddir.“ Jón Bjarki segir það koma fram í fjáraukalögunum að líkur séu á meira framboði á ríkisskuldabréfum núna á næstunni heldur en sumir voru að búast við. Verðbólgutölur hafi síðan verið ívið lakari í morgun heldur en vænst var. „Þetta leggst allt á sömu hliðina það er áhyggjur af skuldatillögunum, væntingar um hærri verðbólgu og meira framboð af ríkispappírum. Kveikjan af þessum áhyggjum virðist vera aðdragandi tilkynningar um skuldaleiðréttingapakkann. Það verður líka að hafa í huga að áður en þessar hreyfingar fóru í gang hafði markaðurinn verið ansi rólegur og krafan á umræddum bréfum hafði lækkað talsvert.“ Jón Bjarki vill ekki taka svo sterkt til orða að verið sé að selja bréf óeðlilega mikið í dag fyrir skuldaleiðréttingatilkynningu sérfræðihópsins. „Þetta er nú þriðji dagurinn sem við sjáum svona hreyfingu. Það er vissulega skjálfti á markaðnum og greinilega áhyggjur víða í samfélaginu.“En hvað gæti tekið við þegar sérfræðihópurinn hefur skilað af sér sinni tillögu? „Það fer algjörlega eftir því hvers eðlis hún verður. Ef þessi pakki stjórnvalda verður alveg í samræmi við það sem ráðherrar hafa sagt að þetta yrði ekki fjármagnað af hálfu ríkissjóðs eða Seðlabankans hvorki beint né óbeint og að áhrifin yrðu nokkuð hófleg og það yrðu einhverskonar mótvægisaðgerðir til þess að þetta auki ekki verðbólguþrýsting, þá mætti alveg búast við að ríkisskuldabréf yrðu frekar keypt og að krafan myndi lækka. Hinsvegar ef ótti margra verður staðfestur, að verulegar fjárhæðir lendi óbeint á herðum ríkissjóðs og engar trúverðugar mótvægisaðgerðir verði til að draga úr þensluáhrifunum, þá er ómögulegt að segja til hvað gæti gerst.“
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira