Portland Trailblazers hefur komið skemmtilega á óvart í upphafi leiktíðar í NBA-deildinni. Liðið vann í nótt sinn sjöunda leik í röð.
Að þessu sinni vann liðið sigur á Brooklyn. Liðið er búið að vinna níu leiki og tapa tveimur. Damian Lillard skoraði 19 stig fyrir Blazers og gaf níu stoðsendingar. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig.
Shaun Livingston var stigahæstur hjá Nets með 23 stig.
Úrslit:
Brooklyn-Portland 98-108
Chicago-Charlotte 86-81
Oklahoma-Denver 115-113
Dallas-Philadelphia 97-94
Utah-Golden State 87-98
LA Clippers-Memphis 102-106
