Viðskipti innlent

Eigandi Adams og Evu greiði rúmlega 61 milljón í ríkissjóð

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Þorvaldur játaði brot sín skýlaust.
Þorvaldur játaði brot sín skýlaust.
Þorvaldur Steinsþórsson, eigandi hjálpartækjabúðarinnar Adams og Evu hefur verið dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna skattalagabrota.

Þorvaldur var ákærður fyrir að hafa, sem daglegur stjórnandi og stjórnarmaður einkahlutafélagsins Aþenu heildverslunar, ekki staðið skil á virðisaukaskatti, að fjárhæð rúmlega 24 milljónir sem og staðgreiðslu opinberra gjalda, að fjárhæð rúmlega 6,6 milljónir.

Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var ásamt skilorðsbundinni fangelsisrefsingu dæmdur til að greiða rúmlega 61 milljón í ríkissjóð innan fjögurra vikna ellegar sæta fangelsi í 12 mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×