Viðskipti innlent

Eigandi Adams og Evu ákærður fyrir skattsvik

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Eigandinn er sagður hafa innheimt skatt af starfsmönnum heildverslunarinnar Aþenu, án þess að greiða hann til hins opinbera.
Eigandinn er sagður hafa innheimt skatt af starfsmönnum heildverslunarinnar Aþenu, án þess að greiða hann til hins opinbera.
Eigandi hjálpartækjabúðarinnar Adams og Evu hefur verið ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir skattsvik í tengslum við rekstur annarrar verslunar í hans eigu. Dv greinir frá þessu.

Er eigandinn, Þorvaldur Steinþórsson, sakaður um meiriháttar skattalagabrot fyrir að standa ekki skil á rúmlega 30 milljón króna skattgreiðslum.

Annars vegar er um að ræða rúmar 24 milljónir vegna vangreidds virðisaukaskatts og hins vegar rúmlega 6,5 milljón í ógreidd launatengd gjöld.

Er Þorvaldi gefið að sök að hafa innheimt skatt af starfsmönnum heildverslunarinnar Aþenu, án þess að greiða hann til hins opinbera.

Hin meintu brot áttu sér stað á árunum 2009-2011 en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×