Framtíð körfuboltaþjálfarans Doc Rivers eru loksins að skýrast. Samkvæmt heimildum Sports Illustrated er hann á leið til LA Clippers.
Rivers ku bera búinn að ná samkomulagi um þriggja ára samning og Boston fær valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins 2015 fyrir að sleppa þjálfaranum.
Eina sem gæti eyðilagt þessi þjálfaraskipti eru forráðamenn NBA-deildarinnar en þeir þurfa að leggja blessun sína yfir allar svona aðgerðir.
Rivers mun fá um 21 milljón dollara fyrir samninginn fari svo að hann nái að lenda í Los Angeles.
Rivers á leiðinni til Clippers
