
Hvernig á að bregðast við þolendum kynferðisofbeldis?
Jákvæð viðbrögð hafa væg en marktæk áhrif á heilsu og líðan þolenda. Tilfinningalegur stuðningur er dæmi um slík viðbrögð, eins og að hlusta á þolandann, viðurkenna alvarleika málsins og hrósa viðkomandi fyrir hugrekkið að segja frá. Annað dæmi er praktískur stuðningur, eins og að veita upplýsingar um úrræði fyrir þolendur.
Eins undarlega og það hljómar þá skiptir meira máli að forðast neikvæð viðbrögð heldur en að sýna jákvæð viðbrögð. Þolendur sem fá neikvæð viðbrögð upplifa meiri vanlíðan, verri andlega og líkamlega heilsu og eru lengur að jafna sig eftir ofbeldið en þeir sem fengu ekki neikvæð viðbrögð. Neikvæð viðbrögð hafa verið flokkuð í eftirfarandi: Að kenna um, að stjórna, reyna að dreifa athygli, koma öðruvísi fram við en áður og sjálfhverf viðbrögð.
Að kenna um felst ekki endilega í því að segja „þú getur sjálfum þér um kennt“. Þolendur túlka oft spurningar um ákveðna þætti ofbeldisins eins og verið sé að kenna þeim um, jafnvel þótt slíkt hafi ekki verið ætlun viðkomandi. Til dæmis túlka þolendur oft spurningar um hvort þeir hafi neytt áfengis eða hvernig þeir voru klæddir eins og ofbeldið sé þeim að kenna, sama hvort spurningin var meint þannig eða ekki. Best er að forðast að tala um þætti sem geta gefið í skyn að ofbeldið sé þolanda að kenna eða hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.
Þarf að ákveða sjálfur
Að taka stjórn frá þolanda vísar til dæmis til þess að bóka tíma hjá lækni, sálfræðingi eða tala við lögreglu án þess að láta þolandann vita. Að grípa til slíkra aðgerða án samráðs við viðkomandi eða gegn vilja hans getur gefið þau skilaboð að þú treystir honum ekki til að sjá um sig sjálfur. Auðvitað getur verið gagnlegt að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar eða fræða þolandann um möguleg úrræði en hann þarf að ákveða það sjálfur.
Að reyna að dreifa athygli þolandans frá ofbeldinu getur einnig verið vel meint. Þolendur segja samt að þegar aðrir skipta um umræðuefni finnist þeim eins og viðkomandi trúi honum ekki eða finnist ekki mikilvægt að ræða þetta. Ofbeldi getur haft áhrif á þolendur alla ævi. Að vilja ræða það við nákomna oftar en einu sinni þýðir ekki endilega að viðkomandi sé að „velta sér upp úr“ einhverju að óþörfu. Það er mikilvægt að ef þolandinn vill tala, reyndu þá að ræða við hann. Ekki skipta um umræðuefni ef þú mögulega getur. Leyfðu honum að tjá sig og sýndu að þú skilur og trúir viðkomandi.
Leyfa þolanda að hafa stjórn
Einna erfiðast getur verið að forðast sjálfhverf viðbrögð. Að komast að því að einhver nákominn hefur orðið fyrir hræðilegri lífsreynslu getur verið mikið áfall. Hins vegar skiptir máli að reyna að halda ró sinni. Sterk viðbrögð eins og að gráta, öskra og missa stjórn á sér geta valdið samviskubiti hjá þolandanum og jafnvel leitt til þess að hann tali aldrei um ofbeldið og áhrif þess aftur eða vilji ekki leita sér hjálpar. Ákveðin samlíðan er mikilvæg til að sýna að þú takir þetta mál alvarlega en mjög sterk tilfinningaviðbrögð fyrir framan þolandann ætti að forðast eins og hægt er.
Það sem kannski skiptir mestu máli er að leyfa þolanda að hafa stjórnina. Þegar brotið var gegn honum hafði hann enga stjórn og best er að forðast að skapa svipaðar aðstæður. Að lokum vil ég leggja áherslu á að ofbeldi hefur áhrif á fleiri en bara þolandann. Það er mjög eðlilegt að komast í uppnám þegar einhver nákominn hefur upplifað slíkt. Ekki hika við að leita þér hjálpar hjá fagfólki eða ræða við vini og vandamenn (án þess þó að rjúfa trúnað). Það er heldur ekki hlutverk þitt að „laga“ það sem hefur gerst en það er hægt að hjálpa þolendum með því að veita stuðning og forðast neikvæð viðbrögð.
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar