Hvernig á að bregðast við þolendum kynferðisofbeldis? Rannveig Sigurvinsdóttir skrifar 3. maí 2013 07:00 Aukin umræða um kynferðisofbeldi og algengi þess á Íslandi er mjög jákvæð þróun. Rannsóknir sýna að slíkt ofbeldi getur haft mikil og langvarandi áhrif á líf og heilsu þolenda. Ofbeldið sjálft útskýrir þó aðeins hluta af þeim bata. Viðbrögð annarra (e. social reactions) þegar þolandi segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi hafa líka áhrif og er mjög eðlilegt að vita ekki hvað er best að segja og gera. Rannsóknir hafa sýnt að viðbrögðum má gróflega skipta í tvennt, jákvæð og neikvæð. Jákvæð viðbrögð hafa væg en marktæk áhrif á heilsu og líðan þolenda. Tilfinningalegur stuðningur er dæmi um slík viðbrögð, eins og að hlusta á þolandann, viðurkenna alvarleika málsins og hrósa viðkomandi fyrir hugrekkið að segja frá. Annað dæmi er praktískur stuðningur, eins og að veita upplýsingar um úrræði fyrir þolendur. Eins undarlega og það hljómar þá skiptir meira máli að forðast neikvæð viðbrögð heldur en að sýna jákvæð viðbrögð. Þolendur sem fá neikvæð viðbrögð upplifa meiri vanlíðan, verri andlega og líkamlega heilsu og eru lengur að jafna sig eftir ofbeldið en þeir sem fengu ekki neikvæð viðbrögð. Neikvæð viðbrögð hafa verið flokkuð í eftirfarandi: Að kenna um, að stjórna, reyna að dreifa athygli, koma öðruvísi fram við en áður og sjálfhverf viðbrögð. Að kenna um felst ekki endilega í því að segja „þú getur sjálfum þér um kennt“. Þolendur túlka oft spurningar um ákveðna þætti ofbeldisins eins og verið sé að kenna þeim um, jafnvel þótt slíkt hafi ekki verið ætlun viðkomandi. Til dæmis túlka þolendur oft spurningar um hvort þeir hafi neytt áfengis eða hvernig þeir voru klæddir eins og ofbeldið sé þeim að kenna, sama hvort spurningin var meint þannig eða ekki. Best er að forðast að tala um þætti sem geta gefið í skyn að ofbeldið sé þolanda að kenna eða hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.Þarf að ákveða sjálfur Að taka stjórn frá þolanda vísar til dæmis til þess að bóka tíma hjá lækni, sálfræðingi eða tala við lögreglu án þess að láta þolandann vita. Að grípa til slíkra aðgerða án samráðs við viðkomandi eða gegn vilja hans getur gefið þau skilaboð að þú treystir honum ekki til að sjá um sig sjálfur. Auðvitað getur verið gagnlegt að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar eða fræða þolandann um möguleg úrræði en hann þarf að ákveða það sjálfur. Að reyna að dreifa athygli þolandans frá ofbeldinu getur einnig verið vel meint. Þolendur segja samt að þegar aðrir skipta um umræðuefni finnist þeim eins og viðkomandi trúi honum ekki eða finnist ekki mikilvægt að ræða þetta. Ofbeldi getur haft áhrif á þolendur alla ævi. Að vilja ræða það við nákomna oftar en einu sinni þýðir ekki endilega að viðkomandi sé að „velta sér upp úr“ einhverju að óþörfu. Það er mikilvægt að ef þolandinn vill tala, reyndu þá að ræða við hann. Ekki skipta um umræðuefni ef þú mögulega getur. Leyfðu honum að tjá sig og sýndu að þú skilur og trúir viðkomandi.Leyfa þolanda að hafa stjórn Einna erfiðast getur verið að forðast sjálfhverf viðbrögð. Að komast að því að einhver nákominn hefur orðið fyrir hræðilegri lífsreynslu getur verið mikið áfall. Hins vegar skiptir máli að reyna að halda ró sinni. Sterk viðbrögð eins og að gráta, öskra og missa stjórn á sér geta valdið samviskubiti hjá þolandanum og jafnvel leitt til þess að hann tali aldrei um ofbeldið og áhrif þess aftur eða vilji ekki leita sér hjálpar. Ákveðin samlíðan er mikilvæg til að sýna að þú takir þetta mál alvarlega en mjög sterk tilfinningaviðbrögð fyrir framan þolandann ætti að forðast eins og hægt er. Það sem kannski skiptir mestu máli er að leyfa þolanda að hafa stjórnina. Þegar brotið var gegn honum hafði hann enga stjórn og best er að forðast að skapa svipaðar aðstæður. Að lokum vil ég leggja áherslu á að ofbeldi hefur áhrif á fleiri en bara þolandann. Það er mjög eðlilegt að komast í uppnám þegar einhver nákominn hefur upplifað slíkt. Ekki hika við að leita þér hjálpar hjá fagfólki eða ræða við vini og vandamenn (án þess þó að rjúfa trúnað). Það er heldur ekki hlutverk þitt að „laga“ það sem hefur gerst en það er hægt að hjálpa þolendum með því að veita stuðning og forðast neikvæð viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin umræða um kynferðisofbeldi og algengi þess á Íslandi er mjög jákvæð þróun. Rannsóknir sýna að slíkt ofbeldi getur haft mikil og langvarandi áhrif á líf og heilsu þolenda. Ofbeldið sjálft útskýrir þó aðeins hluta af þeim bata. Viðbrögð annarra (e. social reactions) þegar þolandi segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi hafa líka áhrif og er mjög eðlilegt að vita ekki hvað er best að segja og gera. Rannsóknir hafa sýnt að viðbrögðum má gróflega skipta í tvennt, jákvæð og neikvæð. Jákvæð viðbrögð hafa væg en marktæk áhrif á heilsu og líðan þolenda. Tilfinningalegur stuðningur er dæmi um slík viðbrögð, eins og að hlusta á þolandann, viðurkenna alvarleika málsins og hrósa viðkomandi fyrir hugrekkið að segja frá. Annað dæmi er praktískur stuðningur, eins og að veita upplýsingar um úrræði fyrir þolendur. Eins undarlega og það hljómar þá skiptir meira máli að forðast neikvæð viðbrögð heldur en að sýna jákvæð viðbrögð. Þolendur sem fá neikvæð viðbrögð upplifa meiri vanlíðan, verri andlega og líkamlega heilsu og eru lengur að jafna sig eftir ofbeldið en þeir sem fengu ekki neikvæð viðbrögð. Neikvæð viðbrögð hafa verið flokkuð í eftirfarandi: Að kenna um, að stjórna, reyna að dreifa athygli, koma öðruvísi fram við en áður og sjálfhverf viðbrögð. Að kenna um felst ekki endilega í því að segja „þú getur sjálfum þér um kennt“. Þolendur túlka oft spurningar um ákveðna þætti ofbeldisins eins og verið sé að kenna þeim um, jafnvel þótt slíkt hafi ekki verið ætlun viðkomandi. Til dæmis túlka þolendur oft spurningar um hvort þeir hafi neytt áfengis eða hvernig þeir voru klæddir eins og ofbeldið sé þeim að kenna, sama hvort spurningin var meint þannig eða ekki. Best er að forðast að tala um þætti sem geta gefið í skyn að ofbeldið sé þolanda að kenna eða hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.Þarf að ákveða sjálfur Að taka stjórn frá þolanda vísar til dæmis til þess að bóka tíma hjá lækni, sálfræðingi eða tala við lögreglu án þess að láta þolandann vita. Að grípa til slíkra aðgerða án samráðs við viðkomandi eða gegn vilja hans getur gefið þau skilaboð að þú treystir honum ekki til að sjá um sig sjálfur. Auðvitað getur verið gagnlegt að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar eða fræða þolandann um möguleg úrræði en hann þarf að ákveða það sjálfur. Að reyna að dreifa athygli þolandans frá ofbeldinu getur einnig verið vel meint. Þolendur segja samt að þegar aðrir skipta um umræðuefni finnist þeim eins og viðkomandi trúi honum ekki eða finnist ekki mikilvægt að ræða þetta. Ofbeldi getur haft áhrif á þolendur alla ævi. Að vilja ræða það við nákomna oftar en einu sinni þýðir ekki endilega að viðkomandi sé að „velta sér upp úr“ einhverju að óþörfu. Það er mikilvægt að ef þolandinn vill tala, reyndu þá að ræða við hann. Ekki skipta um umræðuefni ef þú mögulega getur. Leyfðu honum að tjá sig og sýndu að þú skilur og trúir viðkomandi.Leyfa þolanda að hafa stjórn Einna erfiðast getur verið að forðast sjálfhverf viðbrögð. Að komast að því að einhver nákominn hefur orðið fyrir hræðilegri lífsreynslu getur verið mikið áfall. Hins vegar skiptir máli að reyna að halda ró sinni. Sterk viðbrögð eins og að gráta, öskra og missa stjórn á sér geta valdið samviskubiti hjá þolandanum og jafnvel leitt til þess að hann tali aldrei um ofbeldið og áhrif þess aftur eða vilji ekki leita sér hjálpar. Ákveðin samlíðan er mikilvæg til að sýna að þú takir þetta mál alvarlega en mjög sterk tilfinningaviðbrögð fyrir framan þolandann ætti að forðast eins og hægt er. Það sem kannski skiptir mestu máli er að leyfa þolanda að hafa stjórnina. Þegar brotið var gegn honum hafði hann enga stjórn og best er að forðast að skapa svipaðar aðstæður. Að lokum vil ég leggja áherslu á að ofbeldi hefur áhrif á fleiri en bara þolandann. Það er mjög eðlilegt að komast í uppnám þegar einhver nákominn hefur upplifað slíkt. Ekki hika við að leita þér hjálpar hjá fagfólki eða ræða við vini og vandamenn (án þess þó að rjúfa trúnað). Það er heldur ekki hlutverk þitt að „laga“ það sem hefur gerst en það er hægt að hjálpa þolendum með því að veita stuðning og forðast neikvæð viðbrögð.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun