Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fram 21-22 | Oddaleikur á sunnudag Jón Júlíus Karlsson í Mýrinni skrifar 3. maí 2013 13:11 Framkonur fögnuðu sigrinum að vonum vel í kvöld. Mynd/Stefán Fram tryggði sér oddaleik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handknattleik eftir sigur gegn Stjörnunni í Mýrinni í kvöld, 21-22. Leikurinn var spennandi en Fram hafði betur. Liðin mætast í oddaleik í Safamýri á sunnudag. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn vel og komust snemma í 3-1. Fram jafnaði hins vegar fljótt leikinn á ný og náði þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 5-8. Elísabet Gunnarsdóttir í liði Fram fékk tveggja mínútna brottvísun í stöðunni 6-8 og þann liðsmun nýttu heimakonur í Stjörnunni vel og náðu að jafna leikinn í 8-8. Fram var betri á lokamínútum fyrri hálfleiks og fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu, 9-11. Elísabet var drjú á línunni hjá Fram og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Sandra Sig Sigurjónsdóttir í liði Fram þurfti hins vegar að hafa varann á í seinni háfleik eftir að hafa tvisvar fengið brottvísun í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni var Hanna Guðrún Stefánsdóttir að leika vel og var kominn með fjögur mörk í hálfleik. Stjarnan byrjaði vel í seinni háfleik. Liðið náði snemma tveggja marka forystu og var yfir í stöðunni 14-12. Flottur 5-1 kafli hjá Stjörnunni. Fram náði vopnum sínum á ný og staðan var 17-17 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tók Fram góðan kafla og skoraði fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-21 þegar um tíu mínútur voru eftir. Stjarnan klóraði sig aftur inn í leikinn með því að skora þrjú mörk í röð. Stjarnan skoraði góða vörn á þessum tímapunkti og skoraði Fram aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútum leiksins. Mikil dramatík var á lokasekúndunum en Stjarnan vann boltann þegar skammt var eftir og reyndi að jafnan leikinn. Brotið var á Jónu Margréti Ragnarsdóttur þegar skammt var eftir. Aukakast dæmt í þann mund sem leiktíminn rann út. Jóna Margrét skaut í varnarvegginn í aukakastinu og því fögnuðu Fram-konur sigri. Lokatölur, 21-22, og oddaleikur framundan. Stella: Fram er ekki silfurklúbburMynd/Stefán„Við áttum mikið inni eftir síðasta leik og vorum staðráðnar í að mæta hingað og spila okkar vörn og fá hraðaupphlaup. Það gekk eftir en mér fannst við gefa fullmikið eftir í lokin og settum spennu í leikinn. Þetta hefur allavega verið gaman fyrir áhorfendur,“ segir Stella Sigurðardóttir og brosir. Hún og félagar hennar í Fram tryggðu sér oddaleik með sigri í kvöld. Stella skoraði fimm mörk. „Þó fór aðeins um mig þegar þær unnu boltann og 10 sekúndur eftir. Þó það hefði verið framlengt þá er ég nokkuð viss um að við hefðum unnið þetta í framlengingu ef til hennar hefði komið. Þó við eigum heimaleik í oddaleiknum þá erum við alls ekki með yfirhöndina. Við erum búnar að tapa þremur heimaleikjum í röð og skuldum stuðningsmönnum okkar að vinna á heimavelli.“ Mikil umræða hefur verið um Fram-liðið og getu þess til að klára úrslitaeinvígið með sigri. Talsvert hefur safnast upp af silfurverðlaunum í Safamýri á undanförnum árum. „Þetta er búið að vera mikið í umræðunni ég held að það espi okkur meira upp þegar fólk tala um að það sé silfuhefð hjá okkur. Við erum alls ekki silfurklúbbur og ætlum að vinna gullið í ár.“ Jóna Margrét: Spiluðum undir getuJóna Margrét reynir að jafna úr aukakasti í lokin.Mynd/Stefán„Ég er mjög svekkt og við vorum allar að spila undir getu. Við náðum ekki þessari grimmd og baráttu sem þurfti. Dómararnir hleyptu þeim í meira í peysutog en okkur og við vorum mikið einum færri,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Það kom mjög dýr kafli þar sem við missum þær fjórum mörkum yfir. Við náðum að vinna okkur tilbaka inn í leikinn. Þó við höfum tapað í kvöld þá er þetta hvergi nærri búið og það er úrslitaleikur framundan. Þó að við hefðum viljað klára þetta í kvöld þá fáum við einn leik í viðbót. Fram er stóra liðið og ætti að vinna en við erum búnar að vera mjög góðar og toppa algjörlega á réttum tíma.“ Jóna Margrét átti ágætan leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði þrjú mörk. „Við þurfum að bæta í sóknarleikinn og þétta varnarleikinn. Þær fengu meira línuspil í kvöld en í undanförnum leikjum. Við lögum þetta fyrir leikinn á sunnudag. Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Sjá meira
Fram tryggði sér oddaleik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handknattleik eftir sigur gegn Stjörnunni í Mýrinni í kvöld, 21-22. Leikurinn var spennandi en Fram hafði betur. Liðin mætast í oddaleik í Safamýri á sunnudag. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn vel og komust snemma í 3-1. Fram jafnaði hins vegar fljótt leikinn á ný og náði þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 5-8. Elísabet Gunnarsdóttir í liði Fram fékk tveggja mínútna brottvísun í stöðunni 6-8 og þann liðsmun nýttu heimakonur í Stjörnunni vel og náðu að jafna leikinn í 8-8. Fram var betri á lokamínútum fyrri hálfleiks og fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu, 9-11. Elísabet var drjú á línunni hjá Fram og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Sandra Sig Sigurjónsdóttir í liði Fram þurfti hins vegar að hafa varann á í seinni háfleik eftir að hafa tvisvar fengið brottvísun í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni var Hanna Guðrún Stefánsdóttir að leika vel og var kominn með fjögur mörk í hálfleik. Stjarnan byrjaði vel í seinni háfleik. Liðið náði snemma tveggja marka forystu og var yfir í stöðunni 14-12. Flottur 5-1 kafli hjá Stjörnunni. Fram náði vopnum sínum á ný og staðan var 17-17 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tók Fram góðan kafla og skoraði fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-21 þegar um tíu mínútur voru eftir. Stjarnan klóraði sig aftur inn í leikinn með því að skora þrjú mörk í röð. Stjarnan skoraði góða vörn á þessum tímapunkti og skoraði Fram aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútum leiksins. Mikil dramatík var á lokasekúndunum en Stjarnan vann boltann þegar skammt var eftir og reyndi að jafnan leikinn. Brotið var á Jónu Margréti Ragnarsdóttur þegar skammt var eftir. Aukakast dæmt í þann mund sem leiktíminn rann út. Jóna Margrét skaut í varnarvegginn í aukakastinu og því fögnuðu Fram-konur sigri. Lokatölur, 21-22, og oddaleikur framundan. Stella: Fram er ekki silfurklúbburMynd/Stefán„Við áttum mikið inni eftir síðasta leik og vorum staðráðnar í að mæta hingað og spila okkar vörn og fá hraðaupphlaup. Það gekk eftir en mér fannst við gefa fullmikið eftir í lokin og settum spennu í leikinn. Þetta hefur allavega verið gaman fyrir áhorfendur,“ segir Stella Sigurðardóttir og brosir. Hún og félagar hennar í Fram tryggðu sér oddaleik með sigri í kvöld. Stella skoraði fimm mörk. „Þó fór aðeins um mig þegar þær unnu boltann og 10 sekúndur eftir. Þó það hefði verið framlengt þá er ég nokkuð viss um að við hefðum unnið þetta í framlengingu ef til hennar hefði komið. Þó við eigum heimaleik í oddaleiknum þá erum við alls ekki með yfirhöndina. Við erum búnar að tapa þremur heimaleikjum í röð og skuldum stuðningsmönnum okkar að vinna á heimavelli.“ Mikil umræða hefur verið um Fram-liðið og getu þess til að klára úrslitaeinvígið með sigri. Talsvert hefur safnast upp af silfurverðlaunum í Safamýri á undanförnum árum. „Þetta er búið að vera mikið í umræðunni ég held að það espi okkur meira upp þegar fólk tala um að það sé silfuhefð hjá okkur. Við erum alls ekki silfurklúbbur og ætlum að vinna gullið í ár.“ Jóna Margrét: Spiluðum undir getuJóna Margrét reynir að jafna úr aukakasti í lokin.Mynd/Stefán„Ég er mjög svekkt og við vorum allar að spila undir getu. Við náðum ekki þessari grimmd og baráttu sem þurfti. Dómararnir hleyptu þeim í meira í peysutog en okkur og við vorum mikið einum færri,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Það kom mjög dýr kafli þar sem við missum þær fjórum mörkum yfir. Við náðum að vinna okkur tilbaka inn í leikinn. Þó við höfum tapað í kvöld þá er þetta hvergi nærri búið og það er úrslitaleikur framundan. Þó að við hefðum viljað klára þetta í kvöld þá fáum við einn leik í viðbót. Fram er stóra liðið og ætti að vinna en við erum búnar að vera mjög góðar og toppa algjörlega á réttum tíma.“ Jóna Margrét átti ágætan leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði þrjú mörk. „Við þurfum að bæta í sóknarleikinn og þétta varnarleikinn. Þær fengu meira línuspil í kvöld en í undanförnum leikjum. Við lögum þetta fyrir leikinn á sunnudag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Sjá meira