Sama hvað mönnum finnst um LeBron James, stjörnu Miami Heat, þá verður ekki af honum tekið að hann er duglegur að gefa af sér. Sérstaklega hefur hann verið duglegur að styðja við heimabæ sinn, Akron í Ohio.
James hefur nú ákveðið að gefa gamla framhaldsskólanum sínum eina milljón dollara, eða rúmar 116 milljónir króna, svo skólinn geti gert upp íþróttaaðstöðu sína en löngu er kominn tími á umbætur.
Nýtt gólf verður lagt á íþróttasalinn, búningsklefarnir verða teknir í gegn og nýjar stúkur verða settar upp. Margt annað verður gert fyrir þennan mikla pening en aðstaðan verður glæsileg að lokum.
"Ég vil koma hlutum í verk og mun skipta mér af þessu. Skólinn og þetta verkefni skiptir mig miklu máli," sagði James.
Gefur gamla skólanum sínum eina milljón dollara

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn