Efast um ábata íslensku krónunnar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. mars 2013 10:53 Mynd úr safni. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segist efast um ábata íslensku krónunnar til lengri tíma. Telur Þórarinn upp margvíslegan kostnað sem fylgir því að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Segir hann beinan kostnað af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum geta numið um fimm til fimmtán milljörðum króna á hverju ári. „Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum," skrifar Þórarinn, og bætir við að rannsóknir bendi til þess að miklar gengissveiflur geri fyrirtækjum erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum. „Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar."Grein Þórarins í heild sinni. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segist efast um ábata íslensku krónunnar til lengri tíma. Telur Þórarinn upp margvíslegan kostnað sem fylgir því að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Segir hann beinan kostnað af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum geta numið um fimm til fimmtán milljörðum króna á hverju ári. „Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum," skrifar Þórarinn, og bætir við að rannsóknir bendi til þess að miklar gengissveiflur geri fyrirtækjum erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum. „Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar."Grein Þórarins í heild sinni.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira