Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara 22. apríl 2013 13:33 Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Í frétt á Reuters segir að tengsl Deutsche Bank við þetta hneykslismál megi rekja aftur til ársins 2008 þegar Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við þýska bankann sem kallaðir voru „Santorini“. Ítalski bankinn tapaði gífurlegum upphæðum á þessum afleiðusamningum sem og tveimur öðrum slíkum sem gerðir voru í framhaldinu við aðra banka. Monte dei Paschi reyndi síðan að fela tapið í bókhaldi sínu með kolólöglegum aðferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum lögðu saksóknarnir hald á upphæð hjá útibúi Nomura á Ítalíu sem nam nærri 2 milljörðum evra eða um 300 milljörðum króna. Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við Nomura sem kallaðir voru „Alexandria“ og tapaði miklu á þeim. Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Paschi við að leyna tapinu af Alexandria. Ekki er vitað hvort niðurstaða hafi náðst á fundinum í morgun og Reuters segir að talsmaður Deutsche Bank hafi neitað að tjá sig um málið. Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Í frétt á Reuters segir að tengsl Deutsche Bank við þetta hneykslismál megi rekja aftur til ársins 2008 þegar Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við þýska bankann sem kallaðir voru „Santorini“. Ítalski bankinn tapaði gífurlegum upphæðum á þessum afleiðusamningum sem og tveimur öðrum slíkum sem gerðir voru í framhaldinu við aðra banka. Monte dei Paschi reyndi síðan að fela tapið í bókhaldi sínu með kolólöglegum aðferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum lögðu saksóknarnir hald á upphæð hjá útibúi Nomura á Ítalíu sem nam nærri 2 milljörðum evra eða um 300 milljörðum króna. Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við Nomura sem kallaðir voru „Alexandria“ og tapaði miklu á þeim. Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Paschi við að leyna tapinu af Alexandria. Ekki er vitað hvort niðurstaða hafi náðst á fundinum í morgun og Reuters segir að talsmaður Deutsche Bank hafi neitað að tjá sig um málið.
Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf