Það er erfitt að vera fátækur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 7. desember 2013 06:00 Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun