NBA í nótt: Kyle Korver með þrist í 90. leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2013 10:26 Kyle Korver setti nýtt glæsilegt NBA-met í nótt þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í 90. leiknum í röð en Korver setti niður tvær slíkar í 108-89 sigri Atlanta Hawks á Cleveland Cavaliers. Portland Trail Blazers vann sinn fimmtánda sigur í sextán leikjum, Oklahoma City Thunder er á sigurbraut og New York Knicks vann loksins á heimavelli.NBA-met féll þegar Atlanta Hawks vann öruggan 108-89 sigur á Cleveland Cavaliers. Kyle Korver bætti met Dana Barros þegar hann setti niður þrist þegar fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Dana Barros skoraði þriggja stiga körfur í 89 leikjum í röð frá 1994 til 1996. Korver hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 10 stig. Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 22 stig en Dion Waiters skoraði 30 stig fyrir Cleveland. Kyrie Irving hjá Cleveland klikkaði hinsvegar á öllum 9 skotum sínum í leiknum.Wesley Matthews skoraði 24 stig og LaMarcus Aldridge var með 20 stig og 15 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 130-98 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í sextán leikjum og Portland setti félagsmet með því að skora sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Damian Lillard skoraði 21 stig og Frakkinn Nicolas Batum var með 13 stig.Carmelo Anthony var með 20 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði sjö leikja taphrinu á heimavelli með því að vinna Orlando Magic 121-83. Þetta var annar sannfærandi sigur liðsins á einum sólarhring því kvöldið áður fór New York liðið illa með nágranna sína í Brooklyn Nets. Þetta er í fyrsta sinn sem New York vinnur tvo leiki í röð í vetur en liðið var búið að tapa níu leikjum í röð fyrir þessa flottu sigra. Andrea Bargnani og J.R. Smith skoruðu báðir 17 stig fyrir New York.Kevin Durant skoraði 29 stig og Russell Westbrook var með 25 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 109-95 útisigur á New Orleans Pelicans. Serge Ibaka bætti við 17 stigum og 13 fráköstum en Ryan Anderson skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 18 stig.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 22 stig og 18 fráköst þegar Houston Rockets endaði tveggja leikja taphrinu með 105-83 sannfærandi sigir á Golden State Warriors. Stephen Curry skoraði 22 stig fyrir Golden StateJodie Meeks setti niður tvo dýrmæta þrista á lokamínútunum og skoraði alls 19 stig þegar Los Angeles Lakers vann 106-100 sigur á Sacramento Kings í síðasta leik sínum fyrir endurkomu Kobe Bryant. Pau Gasol var með 19 stig og 7 fráköst og Steve Blake bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum.Svíinn Jeffery Taylor setti persónulegt met með því að skora 20 stig í 105-88 sigri Charlotte Bobcats á Philadelphia 76ers. Taylor fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði 9 af fyrsti 22 stigum liðsins.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Bobcats - Philadelphia 76ers 105-88 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 105-109 (framlengt) Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 108-89 Boston Celtics - Denver Nuggets 106-98 New York Knicks - Orlando Magic 121-83 Houston Rockets - Golden State Warriors 105-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 95-109 Phoenix Suns - Toronto Raptors 106-97 Portland Trail Blazers - Utah Jazz 130-98 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 100-106 NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Kyle Korver setti nýtt glæsilegt NBA-met í nótt þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í 90. leiknum í röð en Korver setti niður tvær slíkar í 108-89 sigri Atlanta Hawks á Cleveland Cavaliers. Portland Trail Blazers vann sinn fimmtánda sigur í sextán leikjum, Oklahoma City Thunder er á sigurbraut og New York Knicks vann loksins á heimavelli.NBA-met féll þegar Atlanta Hawks vann öruggan 108-89 sigur á Cleveland Cavaliers. Kyle Korver bætti met Dana Barros þegar hann setti niður þrist þegar fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Dana Barros skoraði þriggja stiga körfur í 89 leikjum í röð frá 1994 til 1996. Korver hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 10 stig. Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 22 stig en Dion Waiters skoraði 30 stig fyrir Cleveland. Kyrie Irving hjá Cleveland klikkaði hinsvegar á öllum 9 skotum sínum í leiknum.Wesley Matthews skoraði 24 stig og LaMarcus Aldridge var með 20 stig og 15 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 130-98 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í sextán leikjum og Portland setti félagsmet með því að skora sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Damian Lillard skoraði 21 stig og Frakkinn Nicolas Batum var með 13 stig.Carmelo Anthony var með 20 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði sjö leikja taphrinu á heimavelli með því að vinna Orlando Magic 121-83. Þetta var annar sannfærandi sigur liðsins á einum sólarhring því kvöldið áður fór New York liðið illa með nágranna sína í Brooklyn Nets. Þetta er í fyrsta sinn sem New York vinnur tvo leiki í röð í vetur en liðið var búið að tapa níu leikjum í röð fyrir þessa flottu sigra. Andrea Bargnani og J.R. Smith skoruðu báðir 17 stig fyrir New York.Kevin Durant skoraði 29 stig og Russell Westbrook var með 25 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 109-95 útisigur á New Orleans Pelicans. Serge Ibaka bætti við 17 stigum og 13 fráköstum en Ryan Anderson skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 18 stig.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 22 stig og 18 fráköst þegar Houston Rockets endaði tveggja leikja taphrinu með 105-83 sannfærandi sigir á Golden State Warriors. Stephen Curry skoraði 22 stig fyrir Golden StateJodie Meeks setti niður tvo dýrmæta þrista á lokamínútunum og skoraði alls 19 stig þegar Los Angeles Lakers vann 106-100 sigur á Sacramento Kings í síðasta leik sínum fyrir endurkomu Kobe Bryant. Pau Gasol var með 19 stig og 7 fráköst og Steve Blake bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum.Svíinn Jeffery Taylor setti persónulegt met með því að skora 20 stig í 105-88 sigri Charlotte Bobcats á Philadelphia 76ers. Taylor fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði 9 af fyrsti 22 stigum liðsins.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Bobcats - Philadelphia 76ers 105-88 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 105-109 (framlengt) Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 108-89 Boston Celtics - Denver Nuggets 106-98 New York Knicks - Orlando Magic 121-83 Houston Rockets - Golden State Warriors 105-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 95-109 Phoenix Suns - Toronto Raptors 106-97 Portland Trail Blazers - Utah Jazz 130-98 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 100-106
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira