Handbolti

Mexíkóskur mánuður framundan hjá Antoni Rúnars

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Heimasíða Nordsjælland
Anton Rúnarsson hefur farið á kostum með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta að undanförnu. Hann var heiðraður fyrir frammistöðu sína hjá félaginu.

Anton var valinn besti leikmaður mánaðarins hjá félaginu. Verðlaunin voru úr matarsmiðju Mexíkana eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem Anton birti á Twitter.

Anton er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu og hefur gengið vel þrátt fyrir dapurt gengi liðsins. Hann skoraði fjögur mörk í tapi gegn Århus Boldklub í gærkvöldi.

Verðlaunin voru í frumlegra lagi.Mynd/Twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×