
Framhaldsskólum ekki hlíft
Ákvæði um nýbreytni
Í þeim hluta laganna sem skotið var á frest eru tilgreind ákvæði um nýbreytni í námsmati, fimm daga lengingu starfstíma skóla, helstu tegundir lokaprófa, aðalnámskrá, námskrár og námsbrautalýsingar skóla, starfsgreinaráð og vinnustaðanám. Þar eru engin markmið tilgreind um að efla iðn- og verknám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Enda segja lögin lítið um hvernig nemendur eigi að vera menntaðir við lok framhaldsskóla. Í lagafrumvörpunum var valin sú leið að festa ekki niður lengd námstíma því hann geti verið breytilegur frá upphafi grunnskóla og til loka framhaldsskóla. Um þessa nálgun hefur verið sátt enda í meira samræmi við skráða og óskráða skólastefnu hér á landi en einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs.
Þegar þingmaðurinn mælti fyrir lagafrumvörpunum í ráðherratíð sinni kom fram að gildi stúdentsprófs yrði áfram óskorað. Áréttaði Alþingi að gæði þess yrðu ekki skert og það hefði áfram þá stöðu að veita aðgang að háskólanámi. Í vinnu starfsgreinaráða við að útfæra iðn- og verknám síðan ríkir ekki sú hugsun að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til lokaprófs úr framhaldsskóla. En þegar kemur að námstíma til stúdentsprófs er vakin upp gamla tuggan um að stytting námstíma minnki brotthvarf úr námi. Þessi fullyrðing hefur hvorki verið rannsökuð né studd rökum. Stytting námstíma er ófrjó kerfisumræða, hún er hvorki menntastefna né forgangsmál í menntamálum. Gagnlegra er að standa með menntuninni í raun og veru í stað þess að kasta fram klisjum og fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í lögunum. Þessu má líkja við að atvinnulífið hafi dottið út 2008, og síðan þá ekki fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Nú hefur ASÍ tekið höndum saman við atvinnulífið við að móta menntastefnu fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar. Þingmaðurinn sér ekkert athugavert við að ASÍ og SA taki sér dagskrárvaldið! En að hlusta á sérfræðingana í skólunum nær ekki upp á pallborðið.
Dýrar breytingar
Framhaldsskólalögin fela í sér dýrar breytingar; kostnaður er áætlaður á bilinu 1,3 – 1,7 milljarðar á verðlagi ársins 2008. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Oft heyrist að lítill niðurskurður hafi orðið í framhaldsskólum landsins þar sem þeir séu hluti af velferðarkerfinu. Þá er vísað til hinnar margrómuðu forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Sú er ekki raunin og allt tal um að skólunum hafi verið hlíft er hrein blekking. Þetta veit fagfólkið í skólunum. Staðreyndir sýna svart á hvítu mikinn niðurskurð allt frá 2004/2005 sem hleypur á milljörðum.
Afleiðingarnar eru sístækkandi námshópar, minni stuðningur við nemendur og vítahringur slæmra starfsskilyrða svo að skólastarfið er komið í öngstræti. Orsakir brotthvarfs frá námi eru flóknari en svo að skólunum sé bara um að kenna.
Mikilvægast að skila fénu
Kennarasamtökin hafa aldrei litið á námstíma sem heilagt atriði. Þvert á móti hafa þau lengi haft þá áherslu að nemendum eigi að bjóðast möguleikar á að ljúka námi á mislöngum tíma og á mismunandi aldri. Mikilvægast fyrir framhaldsskólana er að þeim verði skilað því fé sem hefur verið rifið innan úr þeim með niðurskurði á löngum tíma. Framhaldsskóli fyrir alla, fjölbreytt nám við hæfi, valkostir og stuðningur er mun þýðingarmeira og miklu framar í forgangsröðinni en einhliða áhersla á árafjöldann. Út úr þessari þröngu og ófrjóu hugsun þarf að komast.
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar