Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra undanfarna níu mánuði.
Í morgun fór verðið á Brent olíunni niður í rúman 101 dollara á tunnuna sem er 2% lækkun frá því fyrir helgina. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í tæpa 89 dollara á tunnuna og hefur lækkað um 2,5% frá því fyrir helgina.
Gull og aðrar hrávörur eins og kopar hafa einnig lækkað í morgun.
Helsta ástæðan fyrir því að olíuverðið lækkar eru nýjar efnahagstölur frá Kína um að heldur hafi dregið úr vexti hagkerfisins þar. Það hefur einnig spilað inn í dæmið að í síðustu viku dró Alþjóðaorkumálastofnunin úr spám sínum um eftirspurn eftir olíu á þessu ári.
Verðið á Brent olíunni ekki verið lægra í níu mánuði

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent