Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Háfells hættir

Jóhann Gunnar.
Jóhann Gunnar.
Jóhann Gunnar Stefánsson, annar aðaleigandi og framkvæmdastjóri Háfells undanfarin 6 ár, hefur ákveðið að láta af störfum fyrir félagið um næstkomandi mánaðarmót.

Ekki verður breyting á eignarhaldi félagsins samhliða brotthvarfi Jóhanns Gunnars sem mun áfram eiga sinn hlut og sitja í stjórn félagsins.

Í tilkynningu segir að Háfell sé eitt af elstu verktakafyrirtækjum landsins og hefur verið eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins á sínu sviði um árabil og lauk m.a. við gerð Héðinsfjarðarganga haustið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×