Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA, verður frá keppni næstu vikurnar. Kappinn er á leiðinni undir hnífinn í enn eitt skiptið.
Aðgerðin er sú þriðja sem bakvörðurinn fer í síðan í apríl. Hann fór aftur í aðgerð í september og enn hefur hann ekki náð fullum bata á hnénu. Í nýrri segulómskoðun kom í ljós að nýtt tilefni til áhyggja í hnénu.
Í tilkynningu frá Oklahoma City Thunder kemur fram að vilji og agi Westbrook sé líklegur til þess að koma bakverðinum fyrr á völlinn en alla jafna.
Westbrook var fjarri góðu gamni í sigri Oklahoma á Charlotte Bobcats í Norður-Karólínu í nótt.

