Gefa út 140 milljón króna listaverk með haustinu Jóhannes Stefánsson skrifar 1. júlí 2013 17:00 "Þetta er sennilega fallegasta leikjahönnun sem ég hef séð," segir vefurinn Indiestatik um útlit leiksins. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Lumenox er komið langt á leið með að gefa út tölvuleik í fullri stærð, en leikurinn er listaverki líkastur. Leikurinn heitir Aaru's Awakening og er svokallaður 2D platformer. Leikurinn byrjaði sem agnarsmá hugmynd en þeir félagarnir hugðust gera leik sem tæki eina til tvær vikur að þróa. Vegna þess hversu vel gekk hefur hugmyndin hinsvegar undið upp á sig og félagið hyggst gefa leikinn út, í fullri stærð, næsta haust. Eigendur félagsins eru þeir Ingþór Hjálmarsson, Tyrfingur Sigurðsson, Burkni J. Óskarsson og Ágúst Kristinsson.Félagarnir í Lumenox.Aðsend mynd„Við erum búnir að leggja svaðalega vinnu og tíma í þetta. Við í raun byrjuðum að gera þetta í frítíma okkar fyrir tveimur árum, svo héldum við áfram í áfanga í HR sem heitir Hönnun og gerð tölvuleikja og við dúxuðum þann áfanga, fengum hæstu einkunn og unnum íslensku leikjagerðarkeppnina Gamecreator í kjölfarið," segir Ingþór Hjálmarsson, annar stofnenda félagsins í samtali við fréttastofu. Fleiri bættust svo í hópinn eftir því sem verkefnið vatt upp á sig. „Svo förum við í útlitspartinn fyrir einu ári. Það var lokaverkefnið okkar í HR og við fengum líka hæstu lokaverkefniseinkunn í skólanum fyrir hluta af lokaútgáfu leiksins. Núna búumst við við að þróa fram í september og gefa svo út leikinn. Þannig að í raun og veru er búið að vera tveggja ára ferli sem hefur verið full vinna fyrir tvo okkar og svo aðra sjö manns í heilt ár. Við fórum í samstarf við strákana sem gerðu Space Stallions sem er orðið mjög vinsælt á Youtube."Leikurinn er eitt stórt, handteiknað listaverk „Í leiknum ert þú Aaru, meistari morgunsins. Hann gerist í Lumenox veröldinni þar sem eru fjórir heimar, Day, Dawn, Dusk og Night. Guðinn í Night veröldinni er búinn að skapa allskonar verur, svokallað „swarm", sem eru að ráðast á hina heimana. Verkefnið þitt er í rauninni að leysa þetta með því að stoppa Night guðinn." Ingþór segir að það sem þeir séu stoltastir af sé hönnun leiksins. „Það sem okkur finnst flottast við leikinn er art stíllinn. Allt útlit leiksins er gert í höndunum og hann er allur handteiknaður. Þetta er eiginlega ekki gert lengur og við höfum fengið mjög mikið hrós fyrir það hvað stíllinn er einstakur og flottur." Það sé þó ekki það eina sem trekkir að. „í spilun þá þykja tilflutningskraftar Aarus mjög flottir. Hann getur skotið út svona kúlu og birst á henni hvar sem er. Leikurinn í rauninni gengur út á það að leysa þrautir og drepa óvini með þeim hæfileika."Fengið lof í erlendum miðlum „Við vorum upphaflega að leita að útgefenda en höfum komist að þeirri niðurstöðu að við ætlum að markaðssetja hann sjálfir. Við vorum að ráða markaðsfræðing fyrir tveimur vikum og hann er búinn að vera í almannasamskiptum við mikið af fólki. Við höfum fengið rosalega flottar undirtektir, það eru 15 erlendir miðlar búnir að skrifa um leikinn á þessum tveimur vikum. Við erum í raun bara fyrst núna að reyna að markaðssetja og viðbrögðin fara algjörlega fram úr væntinum. Það er einn sem skrifaði um hvað hann væri hissa að leikurinn væri ekki orðinn þekktari en þetta, en það er náttúrulega bara vegna þess að það er fyrst núna sem við erum að fara inn á markaðinn." Hann segir mjög marga vera að reyna að komast á sama markað, og því hafi þeir alltaf vitað að verkið yrði erfitt. „Samkeppnin er mjög hörð og við erum að fara á nokkuð mettaðan markað. Við gerðum okkur snemma grein fyrir því að við þyrftum að gera rosalega mikið til að skera okkur frá hinum. Við vorum upphaflega bara með spilunarfrumgerð en til þess að slá markaðinn út af laginu þá höfum við eytt langmestum pening í útlitshönnunina. Það er langt dýrasti parturinn af framleiðslunni."Hér er skjáskot úr fyrsta borði leiksinsKostað um 140 milljónir króna Ingþór segir að til að gera verkefnið að veruleika hafi þeir þurft að leggja á sig þrotlausa vinnu. „Eigendurnir hafa hingað til ekki borgað sér laun en við erum með fjóra verktaka. Við erum búin að fá nokkuð stóra fjárfestingu og svo fengum við styrk frá Nýsköpunarmiðstöðinni. Við erum búnir að eyða örugglega 9 milljónum í beinhörðum peningum. Raunvirðið á þessu verkefni er í kringum 140 milljónir." Þeir gerðu sér grein fyrir því í upphafi að svo gæti farið að þeir fengju ekkert fyrir sinn snúð. „Þetta er dýrt og mikil áhættta, enda ekkert gefið að þetta skili sér til baka. En ef okkur tekst að gera góðan leik og komast vel inn á markaðinn þá þarf bara smá heppni til að þetta dæmi gangi upp." Hér má sjá myndband af spilun leiksins. Sjón er sögu ríkari: Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Lumenox er komið langt á leið með að gefa út tölvuleik í fullri stærð, en leikurinn er listaverki líkastur. Leikurinn heitir Aaru's Awakening og er svokallaður 2D platformer. Leikurinn byrjaði sem agnarsmá hugmynd en þeir félagarnir hugðust gera leik sem tæki eina til tvær vikur að þróa. Vegna þess hversu vel gekk hefur hugmyndin hinsvegar undið upp á sig og félagið hyggst gefa leikinn út, í fullri stærð, næsta haust. Eigendur félagsins eru þeir Ingþór Hjálmarsson, Tyrfingur Sigurðsson, Burkni J. Óskarsson og Ágúst Kristinsson.Félagarnir í Lumenox.Aðsend mynd„Við erum búnir að leggja svaðalega vinnu og tíma í þetta. Við í raun byrjuðum að gera þetta í frítíma okkar fyrir tveimur árum, svo héldum við áfram í áfanga í HR sem heitir Hönnun og gerð tölvuleikja og við dúxuðum þann áfanga, fengum hæstu einkunn og unnum íslensku leikjagerðarkeppnina Gamecreator í kjölfarið," segir Ingþór Hjálmarsson, annar stofnenda félagsins í samtali við fréttastofu. Fleiri bættust svo í hópinn eftir því sem verkefnið vatt upp á sig. „Svo förum við í útlitspartinn fyrir einu ári. Það var lokaverkefnið okkar í HR og við fengum líka hæstu lokaverkefniseinkunn í skólanum fyrir hluta af lokaútgáfu leiksins. Núna búumst við við að þróa fram í september og gefa svo út leikinn. Þannig að í raun og veru er búið að vera tveggja ára ferli sem hefur verið full vinna fyrir tvo okkar og svo aðra sjö manns í heilt ár. Við fórum í samstarf við strákana sem gerðu Space Stallions sem er orðið mjög vinsælt á Youtube."Leikurinn er eitt stórt, handteiknað listaverk „Í leiknum ert þú Aaru, meistari morgunsins. Hann gerist í Lumenox veröldinni þar sem eru fjórir heimar, Day, Dawn, Dusk og Night. Guðinn í Night veröldinni er búinn að skapa allskonar verur, svokallað „swarm", sem eru að ráðast á hina heimana. Verkefnið þitt er í rauninni að leysa þetta með því að stoppa Night guðinn." Ingþór segir að það sem þeir séu stoltastir af sé hönnun leiksins. „Það sem okkur finnst flottast við leikinn er art stíllinn. Allt útlit leiksins er gert í höndunum og hann er allur handteiknaður. Þetta er eiginlega ekki gert lengur og við höfum fengið mjög mikið hrós fyrir það hvað stíllinn er einstakur og flottur." Það sé þó ekki það eina sem trekkir að. „í spilun þá þykja tilflutningskraftar Aarus mjög flottir. Hann getur skotið út svona kúlu og birst á henni hvar sem er. Leikurinn í rauninni gengur út á það að leysa þrautir og drepa óvini með þeim hæfileika."Fengið lof í erlendum miðlum „Við vorum upphaflega að leita að útgefenda en höfum komist að þeirri niðurstöðu að við ætlum að markaðssetja hann sjálfir. Við vorum að ráða markaðsfræðing fyrir tveimur vikum og hann er búinn að vera í almannasamskiptum við mikið af fólki. Við höfum fengið rosalega flottar undirtektir, það eru 15 erlendir miðlar búnir að skrifa um leikinn á þessum tveimur vikum. Við erum í raun bara fyrst núna að reyna að markaðssetja og viðbrögðin fara algjörlega fram úr væntinum. Það er einn sem skrifaði um hvað hann væri hissa að leikurinn væri ekki orðinn þekktari en þetta, en það er náttúrulega bara vegna þess að það er fyrst núna sem við erum að fara inn á markaðinn." Hann segir mjög marga vera að reyna að komast á sama markað, og því hafi þeir alltaf vitað að verkið yrði erfitt. „Samkeppnin er mjög hörð og við erum að fara á nokkuð mettaðan markað. Við gerðum okkur snemma grein fyrir því að við þyrftum að gera rosalega mikið til að skera okkur frá hinum. Við vorum upphaflega bara með spilunarfrumgerð en til þess að slá markaðinn út af laginu þá höfum við eytt langmestum pening í útlitshönnunina. Það er langt dýrasti parturinn af framleiðslunni."Hér er skjáskot úr fyrsta borði leiksinsKostað um 140 milljónir króna Ingþór segir að til að gera verkefnið að veruleika hafi þeir þurft að leggja á sig þrotlausa vinnu. „Eigendurnir hafa hingað til ekki borgað sér laun en við erum með fjóra verktaka. Við erum búin að fá nokkuð stóra fjárfestingu og svo fengum við styrk frá Nýsköpunarmiðstöðinni. Við erum búnir að eyða örugglega 9 milljónum í beinhörðum peningum. Raunvirðið á þessu verkefni er í kringum 140 milljónir." Þeir gerðu sér grein fyrir því í upphafi að svo gæti farið að þeir fengju ekkert fyrir sinn snúð. „Þetta er dýrt og mikil áhættta, enda ekkert gefið að þetta skili sér til baka. En ef okkur tekst að gera góðan leik og komast vel inn á markaðinn þá þarf bara smá heppni til að þetta dæmi gangi upp." Hér má sjá myndband af spilun leiksins. Sjón er sögu ríkari:
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira