Ólafur taldi viðskiptin góð fyrir bankann Freyr Bjarnason skrifar 5. nóvember 2013 11:21 Hreiðar Már Sigurðsson einn sakborninga, Ólafur Eiríksson hrl., verjandi Sigurðar Einarssonar, sem situr við hlið hans, Þórólfur Jónsson hdl. verjandi Ólafs Ólafssonar og Karl Axelsson hrl., verjandi Magnúsar Guðmundssonar. Mynd/Daníel Aðalmeðferð í Al Thani málinu hélt áfram í morgun. Ólafur Ólafsson, einn hinna ákærðu, gaf skýrslu fyrri dómi. Ólafur átti stóran eignarhlut í Kaupþingi banka á tímanum fyrir hrun en sagðist fyrir dómi í dag hvorki hafa setið í stjórn eða verið starfsmaður bankans. Hann lýsti aðkomu sinni að upphafi viðskiptasambands Kaupþings banka og Sjeiks Mohammed Al Thani sem Ólafur átti milligöngu um. Ólafur sagðist ekki hafa átt að njóta neins hagnaðar af viðskiptunum og aldrei hafi komið til tals að njóta yfirráða arðs eða vaxta af þeim. Ólafur hafi á þessum tíma ekki séð neina áhættu fyrir bankann samfara þessum viðskiptum og taldi viðskiptin góð fyrir bankann. Ólafur sagðist hafa stofnað fjárfestingafélag með Al Thani sem átti að fara í margvíslegar fjárfestingar og á þeim tíma hafi bankanum þótt áhugavert að eiga viðskipti í Katar. Málið snýst um einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu, en ásamt Ólafi eru ákærðir þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Skýrslutöku af Ólafi lauk klukkan rétt rúmlega ellefu í morgun en því næst verða teknar skýrslur af vitnum en yfir 50 vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn við aðalmeðferðina sem gert er ráð fyrir að standi yfir í tæpar tvær vikur. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Aðalmeðferð í Al Thani málinu hélt áfram í morgun. Ólafur Ólafsson, einn hinna ákærðu, gaf skýrslu fyrri dómi. Ólafur átti stóran eignarhlut í Kaupþingi banka á tímanum fyrir hrun en sagðist fyrir dómi í dag hvorki hafa setið í stjórn eða verið starfsmaður bankans. Hann lýsti aðkomu sinni að upphafi viðskiptasambands Kaupþings banka og Sjeiks Mohammed Al Thani sem Ólafur átti milligöngu um. Ólafur sagðist ekki hafa átt að njóta neins hagnaðar af viðskiptunum og aldrei hafi komið til tals að njóta yfirráða arðs eða vaxta af þeim. Ólafur hafi á þessum tíma ekki séð neina áhættu fyrir bankann samfara þessum viðskiptum og taldi viðskiptin góð fyrir bankann. Ólafur sagðist hafa stofnað fjárfestingafélag með Al Thani sem átti að fara í margvíslegar fjárfestingar og á þeim tíma hafi bankanum þótt áhugavert að eiga viðskipti í Katar. Málið snýst um einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu, en ásamt Ólafi eru ákærðir þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Skýrslutöku af Ólafi lauk klukkan rétt rúmlega ellefu í morgun en því næst verða teknar skýrslur af vitnum en yfir 50 vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn við aðalmeðferðina sem gert er ráð fyrir að standi yfir í tæpar tvær vikur.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira