Gullnir dagar í Safamýrinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Mynd/Valli Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira
Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira