Er ég í falinni myndavél? Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar 6. maí 2013 09:15 „Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni.“ Þetta skrifaði Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, í Fréttablaðið 18. apríl síðastliðinn. Valitor, fyrir þá sem ekki vita, er eitt þriggja fyrirtækja sem viðurkenndu í lok árs 2007 langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð, sem miðaðist við að koma fyrirtæki mínu, Kortaþjónustunni, út af íslenska markaðnum. Þetta er þekkt sem kortasamráðsmálið og muna sjálfsagt margir eftir skeytasendingum milli forstjóranna sem merkt voru „Delete eftir lestur.“ Með því að viðurkenna verknaðinn og gangast undir að hætta ólöglegum aðgerðum fékk Valitor lægri sekt en ella. En þann 12. apríl sl. fékk Valitor svo hæstu sekt sem lögð hefur verið á íslenskt fyrirtæki fyrir markaðsmisnotkun – hálfan milljarð króna – fyrir að hafa á árunum 2007 til 2009 misnotað markaðsráðandi aðstöðu sína í samkeppni, m.a. við Kortaþjónustuna. Þetta var sem sagt á sama tíma og Samkeppniseftirlitið var að semja um lægri sekt gegn bót og betrun.Málsvörnin léttvæg fundin Málsvörn Viðars er skemmtileg: Valitor er í raun lítilmagninn að berjast við vonda erlenda „risann“ og Samkeppniseftirlitið áttar sig ekki á „sjónarspilinu“. Þeir sem lesa úrskurð Samkeppniseftirlitsins sjá hins vegar vel hvernig þessi rök eru vegin og léttvæg fundin. Kortaþjónustan er einfaldlega íslenskt fyrirtæki í eigu Íslendinga. Við erum í sömu stöðu og þúsundir annarra íslenskra fyrirtækja sem kaupa vörur og þjónustu frá útlöndum og endurselja hér á landi. „Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni.“ Það er kannski þess vegna sem Valitor sótti í skjóli aðstöðu sinnar upplýsingar um viðskiptavini Kortaþjónustunnar og misnotaði með ólögmætum hætti til að ná þeim frá okkur? Það var kannski þess vegna sem Valitor fór fram á að fá upplýsingar hjá Reiknistofu bankanna til að geta betur herjað á viðskiptavini okkar? Það var kannski þess vegna sem Valitor seldi ákveðnum viðskiptavinum sínum þjónustu undir kostnaðarverði svo þeir annað hvort kæmu til Valitors eða myndu ekki fara frá Valitor til Kortaþjónustunnar?Samfelld brotasaga frá 2002 „Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni.“ Þegar ég las þetta að morgni 18. apríl voru mín fyrstu viðbrögð að horfa í kringum mig og athuga hvort ég væri í falinni myndavél. Frá því að við stofnuðum Kortaþjónustuna árið 2002 hefur Valitor stundað allt annað en samkeppni á jafnréttisgrunni. Samkeppnislagabrot á samkeppnislagabrot ofan og sektir sem nálgast nú milljarð króna. Og taktíkin alltaf sú sama: Lofa bót og betrun, þykjast „fagna samkeppni“ en halda brotunum áfram í von um að bola okkur út af markaðnum á endanum. Þeir sem áhuga hafa geta lesið meira um framferði Valitors á www.Kortasamráð.is, upplýsingavef um þá viðskiptahætti sem félag Viðars hefur stundað frá því að Kortaþjónustan tók til starfa. Við þann lestur sér fólk að kannski er skiljanlegt að eina málsvörnin sem Viðar getur fundið fyrir sig og sitt fyrirtæki gangi út á að reyna að telja okkur trú um að vindmyllurnar sem hann berst við séu risar.Kunna ekki að skammast sín Viðar segir að „ágreiningur“ sé milli Valitors og Samkeppniseftirlitsins um nýjasta dóminn yfir félaginu. Þegar dómurinn er skoðaður sést vel hversu afdráttarlaus hann er og að „ágreiningurinn“ er einfaldlega réttlæting afbrotamannsins á því hvers vegna hann framdi glæpinn. Það sorglega er hins vegar að málatilbúnaður Viðars bendir til að afstaða hans og þess fyrirtækis sem hann stýrir hafi ekkert breyst þrátt fyrir að þeir séu reglulega gripnir í bólinu við að brjóta samkeppnislög. Hjá Valitor virðast menn ekki kunna að skammast sín og það er slæmur fyrirboði um það sem koma skal í þeirra viðskiptaháttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Erlendi risinn á bak við íslenska nafnið Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. 18. apríl 2013 06:00 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
„Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni.“ Þetta skrifaði Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, í Fréttablaðið 18. apríl síðastliðinn. Valitor, fyrir þá sem ekki vita, er eitt þriggja fyrirtækja sem viðurkenndu í lok árs 2007 langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð, sem miðaðist við að koma fyrirtæki mínu, Kortaþjónustunni, út af íslenska markaðnum. Þetta er þekkt sem kortasamráðsmálið og muna sjálfsagt margir eftir skeytasendingum milli forstjóranna sem merkt voru „Delete eftir lestur.“ Með því að viðurkenna verknaðinn og gangast undir að hætta ólöglegum aðgerðum fékk Valitor lægri sekt en ella. En þann 12. apríl sl. fékk Valitor svo hæstu sekt sem lögð hefur verið á íslenskt fyrirtæki fyrir markaðsmisnotkun – hálfan milljarð króna – fyrir að hafa á árunum 2007 til 2009 misnotað markaðsráðandi aðstöðu sína í samkeppni, m.a. við Kortaþjónustuna. Þetta var sem sagt á sama tíma og Samkeppniseftirlitið var að semja um lægri sekt gegn bót og betrun.Málsvörnin léttvæg fundin Málsvörn Viðars er skemmtileg: Valitor er í raun lítilmagninn að berjast við vonda erlenda „risann“ og Samkeppniseftirlitið áttar sig ekki á „sjónarspilinu“. Þeir sem lesa úrskurð Samkeppniseftirlitsins sjá hins vegar vel hvernig þessi rök eru vegin og léttvæg fundin. Kortaþjónustan er einfaldlega íslenskt fyrirtæki í eigu Íslendinga. Við erum í sömu stöðu og þúsundir annarra íslenskra fyrirtækja sem kaupa vörur og þjónustu frá útlöndum og endurselja hér á landi. „Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni.“ Það er kannski þess vegna sem Valitor sótti í skjóli aðstöðu sinnar upplýsingar um viðskiptavini Kortaþjónustunnar og misnotaði með ólögmætum hætti til að ná þeim frá okkur? Það var kannski þess vegna sem Valitor fór fram á að fá upplýsingar hjá Reiknistofu bankanna til að geta betur herjað á viðskiptavini okkar? Það var kannski þess vegna sem Valitor seldi ákveðnum viðskiptavinum sínum þjónustu undir kostnaðarverði svo þeir annað hvort kæmu til Valitors eða myndu ekki fara frá Valitor til Kortaþjónustunnar?Samfelld brotasaga frá 2002 „Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni.“ Þegar ég las þetta að morgni 18. apríl voru mín fyrstu viðbrögð að horfa í kringum mig og athuga hvort ég væri í falinni myndavél. Frá því að við stofnuðum Kortaþjónustuna árið 2002 hefur Valitor stundað allt annað en samkeppni á jafnréttisgrunni. Samkeppnislagabrot á samkeppnislagabrot ofan og sektir sem nálgast nú milljarð króna. Og taktíkin alltaf sú sama: Lofa bót og betrun, þykjast „fagna samkeppni“ en halda brotunum áfram í von um að bola okkur út af markaðnum á endanum. Þeir sem áhuga hafa geta lesið meira um framferði Valitors á www.Kortasamráð.is, upplýsingavef um þá viðskiptahætti sem félag Viðars hefur stundað frá því að Kortaþjónustan tók til starfa. Við þann lestur sér fólk að kannski er skiljanlegt að eina málsvörnin sem Viðar getur fundið fyrir sig og sitt fyrirtæki gangi út á að reyna að telja okkur trú um að vindmyllurnar sem hann berst við séu risar.Kunna ekki að skammast sín Viðar segir að „ágreiningur“ sé milli Valitors og Samkeppniseftirlitsins um nýjasta dóminn yfir félaginu. Þegar dómurinn er skoðaður sést vel hversu afdráttarlaus hann er og að „ágreiningurinn“ er einfaldlega réttlæting afbrotamannsins á því hvers vegna hann framdi glæpinn. Það sorglega er hins vegar að málatilbúnaður Viðars bendir til að afstaða hans og þess fyrirtækis sem hann stýrir hafi ekkert breyst þrátt fyrir að þeir séu reglulega gripnir í bólinu við að brjóta samkeppnislög. Hjá Valitor virðast menn ekki kunna að skammast sín og það er slæmur fyrirboði um það sem koma skal í þeirra viðskiptaháttum.
Erlendi risinn á bak við íslenska nafnið Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. 18. apríl 2013 06:00
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun