Það var stór dagur í lífi Michael Jordan um helgina er hann giftist í annað sinn. Jordan gekk þá að eiga unnustu sína til margra ára, Yvette Prieto.
Athöfnin fór fram í Palm Beach í Flórída og voru um 300 gestir í veislunni sem fram fór í golfskála af flottari gerðinni.
Margir þekktir einstaklingar voru mættir í brúðkaupið og nægir þar að nefna menn eins og Tiger Woods, Spike Lee, Scottie Pippen og Patrick Ewing.
Fjölmargir tónlistarmenn tróðu upp í veislunni eins og Usher og MC Lyte.
Jordan er fimmtugur en Prieto 35 ára. Jordan skildi við fyrri konu sína árið 2006 en á hann á með henni þrjú börn.
Brúðkaupið var lokað fyrir fjölmiðla en hér að ofan má sjá myndir af brúðkaupsgestum er þeir mæta til veislunnar.
Stjörnufans í brúðkaupi Jordan

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti




Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti





Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti