Lífið

Strax komin á rauða dregilinn eftir barnsburð

Leikarinn Alec Baldwin eignaðist dótturina Carmen Gabriela fyrir rétt rúmlega viku með eiginkonu sinni Hilariu Thomas.

Þó stutt sé liðið frá fæðingu mætti Hilaria með sínum heittelskaða á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Hamptons á föstudaginn. Alec var þar til að kynna heimildarmynd um golf.

Nýbakaðir foreldrar í góðum félagsskap.
Carmen var ekki með í för en Alec náði að heilla alla upp úr skónum með sínum hárbeitta húmor og frábærum golftöktum.

Alec í banastuði.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.