Handbolti

Füchse Berlin lagði Magdeburg

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Dagur Sigurðsson var líklega svona kátur að leik loknum í dag.
Dagur Sigurðsson var líklega svona kátur að leik loknum í dag. Nordicphotos/Getty
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin lögðu leikmenn Magdeburg 25-23 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Silvio Heinevetter markvörður Berlínarmanna varði eins og vindurinn og að öðrum ólöstuðum var hann maður þessa leiks.

Markaskorun dreifðist nokkuð jafnt á leikmenn Füchse Berlin en Iker Romero Fernandez var þó markahæstur með fimm mörk. Robert Weber var langmarkahæstur í liði Magdeburg en hann skoraði 10 mörk.

Eftir sigurinn eru Füchse Berlin í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×