Handbolti

Anton í liði umferðarinnar í Danmörku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anton skoraði ellefu mörk í leiknum í gær.
Anton skoraði ellefu mörk í leiknum í gær. Mynd/Instagram
Anton Rúnarsson var verðlaunaður fyrir frammistöðu sína með Nordsjælland um helgina.

Anton skoraði ellefu mörk fyrir sitt nýja lið Nordsjælland í 25-24 sigri á Skive. Hann var valinn besti leikmaður leiksins og er leikstjórnandi í liði umferðarinnar.

Sigurinn var kærkominn enda hafði Nordsjælland ekki unnið leik í deildinni. Hann var einnig dramatískur en hér má sjá sigurmarkið í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×