Handbolti

Rut með tvö en engin Meistaradeild í vetur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. Mynd/Heimasíða Tvis Holstebro
Rut Jónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem beið lægri hlut 32-23 gegn rúmenska liðinu Baia Mare í umspili um laust sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Danska liðið vann góðan sigur í undanúrslitum í gær en sá aldrei til sólar gegn rúmenskum heimakonum í dag. Staðan í hálfleik var 20-10 og formsatriði hjá þeim rúmensku að ljúka leik fyrir framan 2080 áhorfendur.

Rut og félagar hafa unnið báða leiki sína í dönsku úrvalsdeildinni til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×