Handbolti

Sigur hjá Ólafi í Meistaradeildinni

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Ólafur Gústafsson og félagar eru á sigurbraut.
Ólafur Gústafsson og félagar eru á sigurbraut.
Ólafur Gústafsson skoraði eitt mark fyrir lið sitt Flensburg-Handewitt í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Flensburg-Handewitt vann RK Gorenje Velenje á heimavelli 35-31.

Flensburg-Handewitt situr sem fastast á toppi riðils síns með þrjá sigra í jafnmörgum leikjum. HSV Hamburg er einnig með þrjá sigra og má telja líklegt að þýsku liðin berjist allt til enda um toppsætið í riðlinum.

Næsti leikur Flensburg-Handewitt í Meistaradeildinni er gegn spænska liðinu Naturhouse La Rioja sem enn á eftir að vinna leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×