
Áhyggjur af áhyggjum Mikaels Torfasonar
Í leiðaranum bendir Mikael réttilega á að hlutfall framhalds- og háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur aukist undanfarna áratugi og veltir því upp hvort tími sé kominn til að staldra við, enda sé „engu samfélagi hollt að útskrifa fólk úr ríkisstyrktum háskólum sem á ekki von á góðu þegar komið er út í atvinnulífið“.
Ísland er reyndar talsverður eftirbátur samanburðarlanda hvað menntunarstig varðar, því þrátt fyrir jákvæða þróun í átt að hærra menntunarstigi færast viðmiðunarhóparnir – þau lönd sem lengra eru komin – líka áfram með tímanum.
Mikael bendir á mikilvægi þess að auka samsvörun milli menntunar og atvinnulífs og nefnir í því samhengi skort á tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði, sem nú er staðreynd. Lítil aðsókn í raungreinanám er vissulega vandamál sem vert er að laga. Aðgerðir gegn þeirri þróun þarf þó að hefja strax við upphaf skólagöngu barna ef vel á að vera. Mikael leggur til að tekið verði upp hvatakerfi á háskólastiginu, sem beint gæti nemendum á tilteknar brautir, og er það eflaust góðra gjalda vert, svo framarlega sem slíkt er hluti af stærra átaki á öllum skólastigum.
Í leiðaranum er jafnframt minnst á þá staðreynd að ævitekjur háskólagenginna vega ekki alltaf upp kostnaðinn við að afla sér menntunar. Athuganir á arðsemi menntunar á Íslandi sýna reyndar að menntun borgar sig, enn sem komið er. Bandalag háskólamanna (BHM) tekur þó undir með Mikael að til þess að íslenskt atvinnulíf megi eflast og halda í við samkeppni á alþjóðavísu þarf að gæta þess að hér verði áfram hagstætt að sækja sér þekkingu. Íslenskt menntakerfi er óhagstætt, hvað ævitekjur varðar, að því leyti að hér tekur lengri tíma en í samanburðarlöndum að afla þeirrar grunnmenntunar sem er forsenda háskólanáms. BHM leggur því til að tími til stúdentsprófs verði styttur.
Menntun borgar sig
Samfélagslega sýnin sem lýst er í leiðara Mikaels, að mögulega væri rétt að hverfa frá áætlunum um að auka menntunarstig á íslenskum vinnumarkaði, er óneitanlega sérkennileg.
Í skýrslu McKinsey og félaga „Charting a growth path for Iceland“, sem birt var síðastliðið haust, er rýnt í hagstærðir með það fyrir augum að greina vaxtarmöguleika Íslands í átt til aukinnar hagsældar. Þar er bent á það með skýrum hætti að Ísland eigi hvað mesta vaxtarmöguleika á hinum alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki byggir beint á staðbundnum auðlindum eða aðstæðum. Forsenda þess að nýta þá möguleika er að efla menntunarstig og styrkja atvinnumöguleika háskólamenntaðra.
Mikael bendir í leiðara sínum réttilega á að samsvörun skortir milli námsvals þeirra sem nú stunda háskólanám og þess hvers konar þekkingu vantar nú helst á vinnumarkaði. Þetta misræmi mun þó ekki endilega leiða til atvinnuleysis þeirra sem útskrifast með menntun sem ekki er eftirspurn eftir. Þeir einstaklingar munu líklega eiga betri atvinnumöguleika vegna menntunar sinnar, enda þótt þeir fái kannski ekki starf við hæfi.
BHM hefur ítrekað bent á þá staðreynd að yfirsýn skortir í opinberum hagtölum yfir það hvort háskólamenntaðir á vinnumarkaði eru í störfum sem samsvara menntun þeirra. Slík greining er nauðsynleg ef raunverulegur vilji er til að efla samsvörun milli námsvals og þarfa atvinnulífsins.
Við eigum ekki að hafa áhyggjur af því að fólk mennti sig í auknum mæli. Áhyggjurnar ættu fremur að beinast að því að okkur mistakist að nýta menntunina til að efla hagsæld Íslands.
Tengdar fréttir

Orrustan um Ísland
Kosningarnar fram undan eru orrustan um Ísland: Baráttan um auðlindirnar. Baráttan um manngildið. Baráttan um leikreglur samfélagsins og sjálfan grundvöll þess. Á síðustu fjórum árum hafa jafnaðarmenn á Íslandi náð að jafna lífskjör í landinu, við nánast óvinnandi skilyrði, samhliða miklu hreinsunarstarfi eftir frjálshyggjupartíið sem stóð í 18 ár á undan.

Námsmannabólan
Um aldamótin var næstum helmingur Íslendinga án framhaldsmenntunar en í dag er um þriðjungur Íslendinga einungis með svokallað grunnskólapróf. Fólki með háskólamenntun hefur fjölgað álíka mikið á þessu tímabili og í dag hafa aldrei fleiri Íslendingar verið skráðir í nám í háskóla. Þetta hljóta að teljast frábær tíðindi.
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar