Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2013 16:47 Íslenska ríkið hefur eignast 18,67% hlut slitastjórnar LBI í Landsbankanum. Samningar um þetta voru undirritaðir klukkan fjögur í dag, eins og greint var frá á Vísi í dag. Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum og Landsbankinn á 2% hlut í sjálfum sér, en starfsmenn bankans mun gefast færi á að eignast þann hlut. Með uppgjörinu í dag er lokið beinum afskiptum LBI hf. af stjórnun Landsbankans. Við sama tækifæri gaf Landsbankinn hf. út skuldabréf til LBI hf. að andvirði 92 milljarðar króna í erlendri mynt. Bréfið er hluti af kaupverði þeirra eigna sem Landsbankinn keypti af LBI hf. samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í desember 2009. Þetta bréf kemur til viðbótar öðru skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út 2009 að andvirði 260 milljarðar króna, einnig í erlendri mynt. Vegna sterkrar lausafjárstöðu greiddi Landsbankinn fyrirfram rúma 70 milljarða króna inn á lánin um mitt ár 2012. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að skuldabréfin á milli gamla og nýja Landsbankans séu byggð á samkomulagi sem gerð voru á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá október 2008 um tilflutning á eignum og skuldum til nýja bankans. Fjárhæð skuldabréfanna hafi ráðist af mismun á virði þeirra eigna og skulda sem flutt hafi verið. Alþingi heimilaði fjármálaráðherra að staðfesta samningana fyrir hönd íslenska ríkisins með sérstökum lögum. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum hf. hefur aukist um 97 milljarða króna frá haustinu 2008. Að frádregnum fjármagnskostnaði nemur ávinningur ríkisins 55 milljörðum króna. Steinþór Pálsson bankastjóri segir að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir Landsbankann og eigendur hans. „Ríkið fær í dag afhentan mjög verðmætan eignarhlut í Landsbankanum án þess að greiða fyrir hann. Bókfært verðmæti eignarhlutar ríkisins hefur hækkað töluvert og er ávinningur ríkisins eftir fjármagnskostnað 55 milljarðar króna. Það munar um minna. Eignasafn bankans verður æ sterkara og framundan er að tryggja fjárhagsstöðu enn frekar með hagkvæmri endurfjármögnun erlendra lána bankans." Tengdar fréttir Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur eignast 18,67% hlut slitastjórnar LBI í Landsbankanum. Samningar um þetta voru undirritaðir klukkan fjögur í dag, eins og greint var frá á Vísi í dag. Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum og Landsbankinn á 2% hlut í sjálfum sér, en starfsmenn bankans mun gefast færi á að eignast þann hlut. Með uppgjörinu í dag er lokið beinum afskiptum LBI hf. af stjórnun Landsbankans. Við sama tækifæri gaf Landsbankinn hf. út skuldabréf til LBI hf. að andvirði 92 milljarðar króna í erlendri mynt. Bréfið er hluti af kaupverði þeirra eigna sem Landsbankinn keypti af LBI hf. samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í desember 2009. Þetta bréf kemur til viðbótar öðru skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út 2009 að andvirði 260 milljarðar króna, einnig í erlendri mynt. Vegna sterkrar lausafjárstöðu greiddi Landsbankinn fyrirfram rúma 70 milljarða króna inn á lánin um mitt ár 2012. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að skuldabréfin á milli gamla og nýja Landsbankans séu byggð á samkomulagi sem gerð voru á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá október 2008 um tilflutning á eignum og skuldum til nýja bankans. Fjárhæð skuldabréfanna hafi ráðist af mismun á virði þeirra eigna og skulda sem flutt hafi verið. Alþingi heimilaði fjármálaráðherra að staðfesta samningana fyrir hönd íslenska ríkisins með sérstökum lögum. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum hf. hefur aukist um 97 milljarða króna frá haustinu 2008. Að frádregnum fjármagnskostnaði nemur ávinningur ríkisins 55 milljörðum króna. Steinþór Pálsson bankastjóri segir að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir Landsbankann og eigendur hans. „Ríkið fær í dag afhentan mjög verðmætan eignarhlut í Landsbankanum án þess að greiða fyrir hann. Bókfært verðmæti eignarhlutar ríkisins hefur hækkað töluvert og er ávinningur ríkisins eftir fjármagnskostnað 55 milljarðar króna. Það munar um minna. Eignasafn bankans verður æ sterkara og framundan er að tryggja fjárhagsstöðu enn frekar með hagkvæmri endurfjármögnun erlendra lána bankans."
Tengdar fréttir Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent