Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2013 16:47 Íslenska ríkið hefur eignast 18,67% hlut slitastjórnar LBI í Landsbankanum. Samningar um þetta voru undirritaðir klukkan fjögur í dag, eins og greint var frá á Vísi í dag. Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum og Landsbankinn á 2% hlut í sjálfum sér, en starfsmenn bankans mun gefast færi á að eignast þann hlut. Með uppgjörinu í dag er lokið beinum afskiptum LBI hf. af stjórnun Landsbankans. Við sama tækifæri gaf Landsbankinn hf. út skuldabréf til LBI hf. að andvirði 92 milljarðar króna í erlendri mynt. Bréfið er hluti af kaupverði þeirra eigna sem Landsbankinn keypti af LBI hf. samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í desember 2009. Þetta bréf kemur til viðbótar öðru skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út 2009 að andvirði 260 milljarðar króna, einnig í erlendri mynt. Vegna sterkrar lausafjárstöðu greiddi Landsbankinn fyrirfram rúma 70 milljarða króna inn á lánin um mitt ár 2012. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að skuldabréfin á milli gamla og nýja Landsbankans séu byggð á samkomulagi sem gerð voru á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá október 2008 um tilflutning á eignum og skuldum til nýja bankans. Fjárhæð skuldabréfanna hafi ráðist af mismun á virði þeirra eigna og skulda sem flutt hafi verið. Alþingi heimilaði fjármálaráðherra að staðfesta samningana fyrir hönd íslenska ríkisins með sérstökum lögum. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum hf. hefur aukist um 97 milljarða króna frá haustinu 2008. Að frádregnum fjármagnskostnaði nemur ávinningur ríkisins 55 milljörðum króna. Steinþór Pálsson bankastjóri segir að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir Landsbankann og eigendur hans. „Ríkið fær í dag afhentan mjög verðmætan eignarhlut í Landsbankanum án þess að greiða fyrir hann. Bókfært verðmæti eignarhlutar ríkisins hefur hækkað töluvert og er ávinningur ríkisins eftir fjármagnskostnað 55 milljarðar króna. Það munar um minna. Eignasafn bankans verður æ sterkara og framundan er að tryggja fjárhagsstöðu enn frekar með hagkvæmri endurfjármögnun erlendra lána bankans." Tengdar fréttir Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Íslenska ríkið hefur eignast 18,67% hlut slitastjórnar LBI í Landsbankanum. Samningar um þetta voru undirritaðir klukkan fjögur í dag, eins og greint var frá á Vísi í dag. Íslenska ríkið á nú 98% hlut í Landsbankanum og Landsbankinn á 2% hlut í sjálfum sér, en starfsmenn bankans mun gefast færi á að eignast þann hlut. Með uppgjörinu í dag er lokið beinum afskiptum LBI hf. af stjórnun Landsbankans. Við sama tækifæri gaf Landsbankinn hf. út skuldabréf til LBI hf. að andvirði 92 milljarðar króna í erlendri mynt. Bréfið er hluti af kaupverði þeirra eigna sem Landsbankinn keypti af LBI hf. samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í desember 2009. Þetta bréf kemur til viðbótar öðru skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út 2009 að andvirði 260 milljarðar króna, einnig í erlendri mynt. Vegna sterkrar lausafjárstöðu greiddi Landsbankinn fyrirfram rúma 70 milljarða króna inn á lánin um mitt ár 2012. Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að skuldabréfin á milli gamla og nýja Landsbankans séu byggð á samkomulagi sem gerð voru á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá október 2008 um tilflutning á eignum og skuldum til nýja bankans. Fjárhæð skuldabréfanna hafi ráðist af mismun á virði þeirra eigna og skulda sem flutt hafi verið. Alþingi heimilaði fjármálaráðherra að staðfesta samningana fyrir hönd íslenska ríkisins með sérstökum lögum. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum hf. hefur aukist um 97 milljarða króna frá haustinu 2008. Að frádregnum fjármagnskostnaði nemur ávinningur ríkisins 55 milljörðum króna. Steinþór Pálsson bankastjóri segir að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir Landsbankann og eigendur hans. „Ríkið fær í dag afhentan mjög verðmætan eignarhlut í Landsbankanum án þess að greiða fyrir hann. Bókfært verðmæti eignarhlutar ríkisins hefur hækkað töluvert og er ávinningur ríkisins eftir fjármagnskostnað 55 milljarðar króna. Það munar um minna. Eignasafn bankans verður æ sterkara og framundan er að tryggja fjárhagsstöðu enn frekar með hagkvæmri endurfjármögnun erlendra lána bankans."
Tengdar fréttir Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfesta. 11. apríl 2013 14:03