Elsti flugfarþeginn á stöðugu ferðalagi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2013 09:00 Lára Jónsdóttir ferðast reglulega til útlanda og segist ekki finna fyrir neinni flughræðslu. Hún var búin að koma sér vel fyrir í flugvélinni þegar ljósmyndara bar að garði. Mynd/Víkurfréttir „Þú hittir alveg gríðarlega vel á mig, það er sjaldan sem einhver hittir illa á mig“, sagði flugfarþeginn Lára Jónsdóttir þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af henni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Lára varð 100 ára í sumar og veit Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki til þess að nokkur eldri en Lára hafi flogið með flugfélaginu. Lára kippir sér lítið upp við hækkandi aldur og ferðast reglulega til annarra landa. Nú er hún á leiðinni til Orlando í 70 ára afmæli tengdasonarins. Það þarf ekki að bíða lengi eftir svari þegar Lára er spurð nánar út í dagskrána í Orlando. „Við ætlum að drekka vín og vera í sólinni. Svo verslum við ábyggilega mikið líka“, segir hún eldhress, og var þegar búin að koma sér vel fyrir í flugstöðinni og beið eftir fyrsta vínglasinu. „Þetta verður nú ekki síðasta ferðin ef ég þekki mig rétt, ég er alltaf að plana ferðir. Næst langar mig til Boston að versla. Þá langar mig að kaupa mér blússu og fallegar buxur í stíl.“Barnabarn Láru, Lára Hildur Tómasdóttir, var með í ferð í gær og hafði engar áhyggjur af stöðugu ferðalagi ömmu sinnar. „Hún fær að sitja fremst og það er alltaf hugsað rosalega vel um hana í vélinni. Hún ferðast svo oft á ári að við eru orðin vön þessu.“ Lára tekur undir orð barnabarnsins. „Það eru allir svo ánægðir með að ég drífi mig í svona ferðir á meðan ég treysti mér til. Það á að njóta tímans á meðan maður getur það,“ segir Lára og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Lára Hildur segir ömmu sína alltaf jafn spennta fyrir ferðalögunum. „Henni finnst þetta rosalega gaman. Við ætlum að njóta samverunnar í Orlando, fá okkur gott vín með góðum mat og þræða veislur. Það er alltaf nóg af þeim. Amma kemur alltaf tíu árum yngri úr svona ferðalögum, brún og hamingjusöm.“ Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Þú hittir alveg gríðarlega vel á mig, það er sjaldan sem einhver hittir illa á mig“, sagði flugfarþeginn Lára Jónsdóttir þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af henni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Lára varð 100 ára í sumar og veit Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki til þess að nokkur eldri en Lára hafi flogið með flugfélaginu. Lára kippir sér lítið upp við hækkandi aldur og ferðast reglulega til annarra landa. Nú er hún á leiðinni til Orlando í 70 ára afmæli tengdasonarins. Það þarf ekki að bíða lengi eftir svari þegar Lára er spurð nánar út í dagskrána í Orlando. „Við ætlum að drekka vín og vera í sólinni. Svo verslum við ábyggilega mikið líka“, segir hún eldhress, og var þegar búin að koma sér vel fyrir í flugstöðinni og beið eftir fyrsta vínglasinu. „Þetta verður nú ekki síðasta ferðin ef ég þekki mig rétt, ég er alltaf að plana ferðir. Næst langar mig til Boston að versla. Þá langar mig að kaupa mér blússu og fallegar buxur í stíl.“Barnabarn Láru, Lára Hildur Tómasdóttir, var með í ferð í gær og hafði engar áhyggjur af stöðugu ferðalagi ömmu sinnar. „Hún fær að sitja fremst og það er alltaf hugsað rosalega vel um hana í vélinni. Hún ferðast svo oft á ári að við eru orðin vön þessu.“ Lára tekur undir orð barnabarnsins. „Það eru allir svo ánægðir með að ég drífi mig í svona ferðir á meðan ég treysti mér til. Það á að njóta tímans á meðan maður getur það,“ segir Lára og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Lára Hildur segir ömmu sína alltaf jafn spennta fyrir ferðalögunum. „Henni finnst þetta rosalega gaman. Við ætlum að njóta samverunnar í Orlando, fá okkur gott vín með góðum mat og þræða veislur. Það er alltaf nóg af þeim. Amma kemur alltaf tíu árum yngri úr svona ferðalögum, brún og hamingjusöm.“
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira