240 milljón króna hlutafjáraukning hjá Plain Vanilla vegna QuizUp Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. nóvember 2013 21:23 Þorsteinn ásamt Alison Goldberg, fjárfestingarstjóra Time Warner Investments, í útgáfuhófi Plain Vanilla í New York í síðustu viku. mynd/Plain Vanilla Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco. Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco.
Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13
Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57
Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10