Markaðir bregðast vel við samkomulagi í Bandaríkjunum Magnús Halldórsson skrifar 2. janúar 2013 09:01 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi myndist, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti. Helstu atriði frumvarpsins eru að skattar hækka á þá sem eru með yfir 450.000 dollara í árslaun, eða 57 milljónir kr. en haldast óbreyttir hjá öðrum. Hinsvegar var ákvörðun um niðurskurð í rekstri hins opinbera frestað um tvo mánuði. Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi myndist, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti. Helstu atriði frumvarpsins eru að skattar hækka á þá sem eru með yfir 450.000 dollara í árslaun, eða 57 milljónir kr. en haldast óbreyttir hjá öðrum. Hinsvegar var ákvörðun um niðurskurð í rekstri hins opinbera frestað um tvo mánuði.
Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira