Grindavíkurbær sinnir náttúruvernd betur Róbert Ragnarsson skrifar 17. maí 2013 06:00 Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykjanesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkurbær er landmesta sveitarfélagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðisins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúruperlum svæðisins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipulag sem byggir á auðlindastefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og verndun. Auðlindastefna Grindavíkurbæjar er í öllum meginatriðum í samræmi við Rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár og var nýlega samþykkt. Hverfisvernd Í umræðunni er látið líta svo út að í Reykjanesfólkvangi liggi mikil náttúruvernd sem Grindavíkurbær vilji nú aflétta svo orkufyrirtæki geti komið þangað inn með vinnuvélar. Hvort tveggja er rangt. Undirritaður birti grein í Fréttablaðinu 1. mars sl. til að svara þeirri umræðu og leiðrétta misskilning, en það virðist ekki duga. Rangfærslan er ítrekuð í grein Ellerts Grétarssonar í Fréttablaðinu þann 6. maí síðastliðinn. Í Reykjanesfólkvangi eru afar takmörkuð ákvæði um verndun náttúrunnar og beinlínis heimilt að virkja jarðvarma. Auk þess er ein stærsta jarðvegsnáma landsins starfrækt innan fólkvangsins. Því má ljóst vera að verndunarsjónarmið hafa ekki verið í hávegum höfð innan Reykjanesfólkvangs þau tæplega fjörutíu ár sem hann hefur verið starfræktur. Til samanburðar má nefna að í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar eru mun skýrari ákvæði um verndun gígaraðarinnar í Eldvörpum. Uppbygging Takmarkaðar framkvæmdir hafa verið innan fólkvangsins til að taka við auknum fjölda ferðamanna og verja þannig náttúruna fyrir átroðningi. Stjórn fólkvangsins hefur af veikum mætti sinnt landvörslu og byggt upp lágmarksaðstöðu í Seltúni og ber að hrósa þeim fyrir það. Til samanburðar má nefna að Grindavíkurbær, Bláa lónið og HS orka hafa í sameiningu lagt margfalt meira fé í stígagerð í Svartsengi en sem nemur öllu rekstrarfé Reykjanesfólkvangs. Það verkefni er hluti af samstarfi sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um Reykjanes jarðvang (e. Geopark). Grindavíkurbær hafði frumkvæði að stofnun jarðvangsins, en umræða um stofnun slíks garðs á Reykjanesi hefur staðið í áratugi án þess að raungerast. Grindavíkurbær er þannig að sinna náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn mun betur en gert er innan Reykjanesfólkvangs. Engin orkuvinnsla er fyrirhuguð í fólkvanginum innan skipulagsmarka Grindavíkur. Ekki er fyrirhuguð orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangsskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Ákvörðun Grindavíkurbæjar um að hefja viðræður við Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Garðabæ og Seltjarnarneskaupstað um mögulega útgöngu Grindavíkurbæjar úr Reykjanesfólkvangi hefur skilað þeim árangri að málið er komið á dagskrá og áhugi hinna sveitarfélaganna á málinu orðinn meiri. Grindavíkurbær hefur þannig enn sýnt að það eru fá sveitarfélög sem hafa meiri áhuga á náttúru Reykjanesskagans. Að mati undirritaðs ætti frekar að hampa því sem gert hefur verið í Grindavík í náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn og hvetja önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykjanesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkurbær er landmesta sveitarfélagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðisins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúruperlum svæðisins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipulag sem byggir á auðlindastefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og verndun. Auðlindastefna Grindavíkurbæjar er í öllum meginatriðum í samræmi við Rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda sem Alþingi hefur unnið að síðastliðin 20 ár og var nýlega samþykkt. Hverfisvernd Í umræðunni er látið líta svo út að í Reykjanesfólkvangi liggi mikil náttúruvernd sem Grindavíkurbær vilji nú aflétta svo orkufyrirtæki geti komið þangað inn með vinnuvélar. Hvort tveggja er rangt. Undirritaður birti grein í Fréttablaðinu 1. mars sl. til að svara þeirri umræðu og leiðrétta misskilning, en það virðist ekki duga. Rangfærslan er ítrekuð í grein Ellerts Grétarssonar í Fréttablaðinu þann 6. maí síðastliðinn. Í Reykjanesfólkvangi eru afar takmörkuð ákvæði um verndun náttúrunnar og beinlínis heimilt að virkja jarðvarma. Auk þess er ein stærsta jarðvegsnáma landsins starfrækt innan fólkvangsins. Því má ljóst vera að verndunarsjónarmið hafa ekki verið í hávegum höfð innan Reykjanesfólkvangs þau tæplega fjörutíu ár sem hann hefur verið starfræktur. Til samanburðar má nefna að í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar eru mun skýrari ákvæði um verndun gígaraðarinnar í Eldvörpum. Uppbygging Takmarkaðar framkvæmdir hafa verið innan fólkvangsins til að taka við auknum fjölda ferðamanna og verja þannig náttúruna fyrir átroðningi. Stjórn fólkvangsins hefur af veikum mætti sinnt landvörslu og byggt upp lágmarksaðstöðu í Seltúni og ber að hrósa þeim fyrir það. Til samanburðar má nefna að Grindavíkurbær, Bláa lónið og HS orka hafa í sameiningu lagt margfalt meira fé í stígagerð í Svartsengi en sem nemur öllu rekstrarfé Reykjanesfólkvangs. Það verkefni er hluti af samstarfi sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á svæðinu um Reykjanes jarðvang (e. Geopark). Grindavíkurbær hafði frumkvæði að stofnun jarðvangsins, en umræða um stofnun slíks garðs á Reykjanesi hefur staðið í áratugi án þess að raungerast. Grindavíkurbær er þannig að sinna náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn mun betur en gert er innan Reykjanesfólkvangs. Engin orkuvinnsla er fyrirhuguð í fólkvanginum innan skipulagsmarka Grindavíkur. Ekki er fyrirhuguð orkuvinnsla innan skipulagsmarka Grindavíkurbæjar í fólkvanginum. Slík vinnsla er hins vegar fyrirhugað í landi Hafnarfjarðar og sem fyrr segir setur fólkvangsskilgreiningin engar hömlur á þá orkuvinnslu. Ákvörðun Grindavíkurbæjar um að hefja viðræður við Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Garðabæ og Seltjarnarneskaupstað um mögulega útgöngu Grindavíkurbæjar úr Reykjanesfólkvangi hefur skilað þeim árangri að málið er komið á dagskrá og áhugi hinna sveitarfélaganna á málinu orðinn meiri. Grindavíkurbær hefur þannig enn sýnt að það eru fá sveitarfélög sem hafa meiri áhuga á náttúru Reykjanesskagans. Að mati undirritaðs ætti frekar að hampa því sem gert hefur verið í Grindavík í náttúruvernd og uppbyggingu fyrir ferðamenn og hvetja önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi okkar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun