Argentínumaðurinn Manu Ginoboli, leikmaður San Antonio Spurs, lét að því liggja eftir úrslitarimmuna gegn Miami Heat að hann gæti lagt skóna á hilluna.
Hinn 35 ára gamli Ginobili er eðlilega ekki alveg jafn kraftmikill og hann var og lét óvenju lítið til sín taka í ár.
Honum hefur þó snúist hugur því hann tilkynnti á Twitter að hann væri búinn að framlengja við félagið um tvö ár. Hann fær 7 milljónir dollara fyrir hvort tímabil.
Þessi tíðindi koma degi eftir að Tiago Splitter skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.
Ginobili framlengir við Spurs

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

