Samningslaus en ekki á leiðinni heim Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2013 06:00 Fannar vill vera áfram erlendis en óljóst er hvað tekur við hjá honum í sumar. fréttablaðið/vilhelm Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Wetzlar í Þýskalandi, mun ekki leika með liðinu á næsta tímabili en ástæðan fyrir því er að forráðamenn félagsins sviku loforð um nýjan samning. Fannar Þór hafði gert munnlegan samning við félagið í apríl en fyrir tveimur vikum var honum tilkynnt að sá samningur stæði honum ekki lengur til boða. Fannar Þór hefur verið síðustu fjögur ár í Þýskalandi. Fyrstu þrjú árin var hann á mála hjá 2. deildarliðinu Emsdetten en á þessu tímabili fékk hann tækifærið í þýsku 1. deildinni hjá Wetzlar. Fannar hefur staðið sig vel á tímabilinu og skoraði til að mynda fimm mörk fyrir liðið gegn Kiel í síðustu umferð. „Ég var með tilbúinn samning í byrjun apríl og þetta leit mjög vel út,“ segir Fannar Þór Friðgeirsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég vildi fá að skrifa undir samninginn strax en forráðamenn félagsins náðu að tefja það mál með alls kyns afsökunum. Það hefði verið mun þægilegra að fá bara strax skýr svör frá liðinu í mars, en þeir kusu að fara þessa leið. Ég hef líklega aldrei verið jafn reiður við nokkurn mann þegar mér var tilkynnt þetta af stjórnendum félagsins. Það er ekki boðlegt að þurfa allt í einu að fara huga að því að flytja og finna sér nýja vinnu tveimur vikum áður en mótinu lýkur.“ Kári Kristján Kristjánsson var rekinn frá félaginu fyrr á þessu ári fyrir að taka þátt í landsliðsverkefni. Kári var nýbúinn að jafna sig vegna meiðsla og félagið vildi meina að hann hefði ekki fengið leyfi til að leika með landsliðinu. Í ljósi þess er ekki skrýtið að menn spyrji sig hvort það mál hafi haft áhrif á stöðu Fannars. „Ég held að það komi málinu ekkert við að ég sé frá Íslandi en þessi menn eru bara algjör skítseiði í viðskiptum og ég fékk að kenna á því. Það eru fleiri leikmenn en ég og Kári sem eru óánægðir með hvernig þessi klúbbur starfar. Aðrir leikmenn liðsins hafa kannski ekki lent svona illa í þeim eins og við félagarnir. Forráðamenn Wetzlar eiga samt sem áður í útistöðum við nokkra aðra leikmenn.“ Fannar Þór verður, ef ekkert breytist, bráðum atvinnulaus. „Ég er að skoða tilboð frá nokkrum liðum núna en það er eitthvað sem ég get ekki farið nánar út í.“ Eins og áður kom fram lék Fannar með Emsdetten í þýsku 2. deildinni. „Ég er núna aðallega að líta til liða í 2. deildinni. Það er fínn stökkpallur fyrir leikmenn til að sýna sig, eða eiga jafnvel möguleika á því að fara upp í efstu deild.“ Fannar er uppalinn hjá Val þar sem hann lék í mörg ár. Ólafur Stefánsson, nýráðinn þjálfari Vals, hefur fengið marga leikmenn til liðsins að undanförnu og líklegt að fleiri komi til liðsins fyrir upphaf mótsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var Snorri Steinn Guðjónsson nálægt því að ganga til liðs við Valsmenn. En hefur Fannar rætt við sitt uppeldisfélag? „Ég hef ekki enn fengið símtal frá Ólafi Stefánssyni, en ég býst heldur ekki við því að ég sé á leiðinni heim. Það eru frábærir hlutir aftur á móti að gerast hjá Val og spennandi tímar fram undan á Hlíðarenda.“ Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Wetzlar í Þýskalandi, mun ekki leika með liðinu á næsta tímabili en ástæðan fyrir því er að forráðamenn félagsins sviku loforð um nýjan samning. Fannar Þór hafði gert munnlegan samning við félagið í apríl en fyrir tveimur vikum var honum tilkynnt að sá samningur stæði honum ekki lengur til boða. Fannar Þór hefur verið síðustu fjögur ár í Þýskalandi. Fyrstu þrjú árin var hann á mála hjá 2. deildarliðinu Emsdetten en á þessu tímabili fékk hann tækifærið í þýsku 1. deildinni hjá Wetzlar. Fannar hefur staðið sig vel á tímabilinu og skoraði til að mynda fimm mörk fyrir liðið gegn Kiel í síðustu umferð. „Ég var með tilbúinn samning í byrjun apríl og þetta leit mjög vel út,“ segir Fannar Þór Friðgeirsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég vildi fá að skrifa undir samninginn strax en forráðamenn félagsins náðu að tefja það mál með alls kyns afsökunum. Það hefði verið mun þægilegra að fá bara strax skýr svör frá liðinu í mars, en þeir kusu að fara þessa leið. Ég hef líklega aldrei verið jafn reiður við nokkurn mann þegar mér var tilkynnt þetta af stjórnendum félagsins. Það er ekki boðlegt að þurfa allt í einu að fara huga að því að flytja og finna sér nýja vinnu tveimur vikum áður en mótinu lýkur.“ Kári Kristján Kristjánsson var rekinn frá félaginu fyrr á þessu ári fyrir að taka þátt í landsliðsverkefni. Kári var nýbúinn að jafna sig vegna meiðsla og félagið vildi meina að hann hefði ekki fengið leyfi til að leika með landsliðinu. Í ljósi þess er ekki skrýtið að menn spyrji sig hvort það mál hafi haft áhrif á stöðu Fannars. „Ég held að það komi málinu ekkert við að ég sé frá Íslandi en þessi menn eru bara algjör skítseiði í viðskiptum og ég fékk að kenna á því. Það eru fleiri leikmenn en ég og Kári sem eru óánægðir með hvernig þessi klúbbur starfar. Aðrir leikmenn liðsins hafa kannski ekki lent svona illa í þeim eins og við félagarnir. Forráðamenn Wetzlar eiga samt sem áður í útistöðum við nokkra aðra leikmenn.“ Fannar Þór verður, ef ekkert breytist, bráðum atvinnulaus. „Ég er að skoða tilboð frá nokkrum liðum núna en það er eitthvað sem ég get ekki farið nánar út í.“ Eins og áður kom fram lék Fannar með Emsdetten í þýsku 2. deildinni. „Ég er núna aðallega að líta til liða í 2. deildinni. Það er fínn stökkpallur fyrir leikmenn til að sýna sig, eða eiga jafnvel möguleika á því að fara upp í efstu deild.“ Fannar er uppalinn hjá Val þar sem hann lék í mörg ár. Ólafur Stefánsson, nýráðinn þjálfari Vals, hefur fengið marga leikmenn til liðsins að undanförnu og líklegt að fleiri komi til liðsins fyrir upphaf mótsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var Snorri Steinn Guðjónsson nálægt því að ganga til liðs við Valsmenn. En hefur Fannar rætt við sitt uppeldisfélag? „Ég hef ekki enn fengið símtal frá Ólafi Stefánssyni, en ég býst heldur ekki við því að ég sé á leiðinni heim. Það eru frábærir hlutir aftur á móti að gerast hjá Val og spennandi tímar fram undan á Hlíðarenda.“
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira