Handbolti

Gríðarmikilvægur Danaleikur | Ísland getur unnið riðilinn

mynd/vilhelm
Jafntefli Rússa og Makedóna í dag gerir það að verkum að Ísland getur unnið B-riðil heimsmeistaramótsins. Þá verður Ísland líka að vinna Danmörk á eftir.

Danir eru með 6 stig fyrir leikinn við Ísland sem er með fjögur stig. Rússar og Makedónar eru með fimm stig og hafa leikið einum leik meira. Eiga aðeins einn leik eftir.

Ef Ísland vinnur Dani fer Ísland á toppinn með jafnmörg stig og Danmörk en með betri árangur í innbyrðsviðureignum.

Þá myndi sigur gegn Katar í lokaleiknum duga til þess að gulltryggja sigur í riðlinum.

Ef Ísland aftur á móti tapar á eftir þá á Ísland á hættu að lenda í fjórða sæti riðilsins. Ef Ísland tapar gegn Dönum og Makedónía vinnur Dani í lokaumferðinni þá sitja Íslendingar eftir í fjórða sæti þar sem Rússar munu alltaf vinna Síle.

Staðan í riðlinum er því afar spennandi en íslenska landsliðið stendur frammi fyrir einstöku tækifæri takist liðinu að leggja firnasterkt lið Danmerkur í dag. Mikilvægi leiksins hefur því hækkað mikið eftir jafnteli Rússa og Makedóna.

Staðan (leikir - stig):

1. Danmörk 3 - 6

2. Rússland 4 - 5

3. Makedónía 4 - 5

4. Ísland 3 - 4

5. Katar 3 - 0

6. Síle 3 - 0

Staðan ef Ísland leggur Danmörku á eftir:

1. Ísland 4 - 6

2. Danmörk 4 - 6

3. Rússland 4 - 5

4. Makedónía 4 - 5

5. Katar 3 - 0

6. Síle 3 - 0

Lokaumferðin lítur svo svona út:

Ísland - Katar

Rússland - Síle

Danmörk - Makedónía








Fleiri fréttir

Sjá meira


×